fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Pressan

Bóndi er dauðþreyttur á túristum – Hótar þeim með gröðum hrútum

Pressan
Miðvikudaginn 26. júní 2024 04:04

Hrútar hafa nú venjulega mestan áhuga á ám eins og þessum en ekki ferðamönnum. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðamenn eru auðvitað kærkomin viðbót fyrir atvinnu- og efnahagslífið en þegar fjöldi ferðamanna er orðinn mikill getur það verið heimafólki til mikils ama.

Þannig er staðan orðin í Lófóten í Noregi en þangað streyma ferðamenn til að sjá fjöll, sjó og norðurljósin. Þetta hefur þær afleiðingar að klósettpappír, saur og bjórdósir eru orðin algeng sjón á svæðinu.

Nú hefur Anders Nilsen, bóndi, fundið leið til að hræða óvelkomna ferðamenn á brott. Dagbladet skýrir frá þessu.

Lófóten er eyjuþyrping í norðurhluta landsins og einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna. NRK segir að í síðustu viku hafi metfjöldi bíla ekið um vegina í Lófóten.

Nilsen sagði í samtali við Dagbladet að nú sé komið nóg af ágangi ferðamanna, Lófóten ráði ekki við þann fjölda sem kemur orðið og þetta hafi neikvæð áhrif á þá sem búa á svæðinu. líkti hann ástandinu við það sem er á Kanaríeyjum.

Hann fékk sig fullsaddan í síðustu viku þegar tveir ferðamenn tjölduðu á einkalóð hans. Fékk hann þá hugmynd að því hvernig hann getur fælt ferðamenn á brott. Hann setti einfaldlega upp skilti sem á stendur: „Farið ekki yfir girðinguna. Hrútarnir eru mjög graðir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sonur Sam hélt stórborginni í heljargreipum – Smávægileg mistök urðu honum að falli

Sonur Sam hélt stórborginni í heljargreipum – Smávægileg mistök urðu honum að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leigði íbúð á Airbnb – Kjaftstopp yfir klikkuðum kröfum gestgjafans korteri fyrir brottför

Leigði íbúð á Airbnb – Kjaftstopp yfir klikkuðum kröfum gestgjafans korteri fyrir brottför
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögsótti fyrrum unnusta sinn – Ástæðan er ótrúleg

Lögsótti fyrrum unnusta sinn – Ástæðan er ótrúleg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vísindamenn við Harvard telja að geimverur haldi til á jörðinni

Vísindamenn við Harvard telja að geimverur haldi til á jörðinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu fjarlægustu sprengistjörnuna til þessa

Fundu fjarlægustu sprengistjörnuna til þessa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hryllingurinn í Noregi – Tveir skotnir til bana og síðan voru sjúkraflutningamennirnir einnig myrtir

Hryllingurinn í Noregi – Tveir skotnir til bana og síðan voru sjúkraflutningamennirnir einnig myrtir