fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Pressan

Ofurkakkalakkar breiðast út á vinsælum ferðamannastað – Best að fara að öllu með gát

Pressan
Þriðjudaginn 25. júní 2024 07:00

Asíski ofurkakkalakkinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ofurkakkalakkar, sem eiga auðveldara með að standa eitur af sér, valda meindýraeyðum oft vandræðum því það er öllu erfiðara að drepa þá en venjulega kakkalakka sem eru þó einnig mjög hvimleiðir og erfiðir viðureignar.

Ofurkakkalakkar breiðast nú út á Spáni og segir Jorge Galván, forstjóri Asociación Nacional de Empresas de Salud Ambiental, að loftslagsbreytingarnar eigi þarna stærstan hlut að máli. Mirror hefur eftir honum hækkandi hitastig, sérstaklega þegar hitinn fer yfir 28 gráður, skapi fullkomið umhverfi fyrir kakkalakka.

Sá tími sem sumarhiti ríkir á Spáni hefur lengst vegna loftslagsbreytinganna og nær nú allt frá vori og langt fram eftir hausti. Þetta hefur orðið til þess að viðkoma kakkalakkanna er miklu meiri en áður og þess utan eru þeir orðnir ónæmari fyrir venjulegum kemískum efnum sem eru notuð til að eitra fyrir þeim.

Galván sagði að best sé að nota aðrar aðferðir en kemísk efni í baráttunni við kakkalakkana. Bæði lífrænar og líkamlegar, það er að kremja þá til dauða, ef hægt er að koma því við. Hann sagði einnig að staðan sé nú þannig að oft sé ekki hægt annað en nota kemísk efni í baráttunni við þetta hvimleiða meindýr.

Gavlán ráðleggur heimafólki og ferðafólki að þrífa húsnæði sitt vel. Að láta mat ekki standa uppi á borðum eða vera óvarin og loka öllum rifum og götum þar sem kakkalakkar geta skriðið inn. Þetta getur dregið úr líkunum á að verða fyrir barðinu á þessari óværu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögsótti fyrrum unnusta sinn – Ástæðan er ótrúleg

Lögsótti fyrrum unnusta sinn – Ástæðan er ótrúleg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vísindamenn við Harvard telja að geimverur haldi til á jörðinni

Vísindamenn við Harvard telja að geimverur haldi til á jörðinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu fjarlægustu sprengistjörnuna til þessa

Fundu fjarlægustu sprengistjörnuna til þessa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hryllingurinn í Noregi – Tveir skotnir til bana og síðan voru sjúkraflutningamennirnir einnig myrtir

Hryllingurinn í Noregi – Tveir skotnir til bana og síðan voru sjúkraflutningamennirnir einnig myrtir