fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Pressan

Myrtu tugi með byssum og sveðjum

Pressan
Þriðjudaginn 25. júní 2024 15:30

Vopnaðir menn í Kongó.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vopnaður hópur herskárra manna myrti að minnsta kosti 23 þorpsbúa í árásum á nokkur þorp í austurhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó í síðustu viku að sögn yfirvalda.

Morðin voru framin í Ituri-héraðinu á fimmtudag og föstudag. Það voru liðsmenn Cooperative for the Development of the Congo (CODECO) sem stóðu að baki þessum níðingsverkum að sögn Reuters.

CODECO er einn margra herskárra hópa sem herja á austurhluta landsins.

Yfirvöld segja að flest fórnarlömbin hafi verið drepin með sveðjum en þeir sem reyndu að flýja hafi verið skotnir. Eigum þorpsbúa var rænt og hús þeirra brennd til grunna.

Ekki er vitað af hverju ráðist var á þorpin en herskáir hópar í landinu takast á um yfirráð yfir náttúruauðlindum þess og vilja einnig komast til valda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögsótti fyrrum unnusta sinn – Ástæðan er ótrúleg

Lögsótti fyrrum unnusta sinn – Ástæðan er ótrúleg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vísindamenn við Harvard telja að geimverur haldi til á jörðinni

Vísindamenn við Harvard telja að geimverur haldi til á jörðinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu fjarlægustu sprengistjörnuna til þessa

Fundu fjarlægustu sprengistjörnuna til þessa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hryllingurinn í Noregi – Tveir skotnir til bana og síðan voru sjúkraflutningamennirnir einnig myrtir

Hryllingurinn í Noregi – Tveir skotnir til bana og síðan voru sjúkraflutningamennirnir einnig myrtir