fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Pressan

Lögreglan á Tenerife rannsakar samsæriskenningar um hvarfið og Móður Slater misboðið út af tortryggni Breta

Pressan
Þriðjudaginn 25. júní 2024 13:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Tenerife er sögð rannsaka samsæriskenningar sem hafa gengið á netinu um hvarf Bretans Jay Slater sem hvarf fyrir rúmlega viku síðan á eyjunni eftir að hafa verið úti að skemmta sér. Frá þessu greinir Telegraph.

Tvær kenningar hafa hlotið mesta athygli. Annars vegar að unga manninum hafi verið rænt, eða að hann sé hreinlega í felum. Um ferðir Slater er síðast vitað á mánudagsmorguninn 17. júní. Hann hringdi þá í ferðafélaga sinn og sagðist vera villtur og að síminn hans væri að deyja. Honum varð viðskila við ferðafélaga sína á tónlistarhátíð kvöldið áður. Af samfélagsmiðlum mátti ráða að Slater hafi haldið áfram að skemmta sér fram eftir nóttu og um morguninn hafði hann endað með tveimur öðrum Bretum í íbúð sem þeir höfðu á leigu á suðvesturhorni Tenerife.

Slater sagði þessum mönnum að hann ætlaði að koma sér aftur heim á hótel og ætlaði hann að taka strætó sem stoppaði skammt frá. Eitthvað hefur farið úrskeiðis því Slater hringdi því næst í vinkonu sína og sagðist vera týndur uppi á fjöllum og að hann væri virkilega þyrstur.

Fjölskylda Slater hefur gagnrýnt lögregluna á Tenerife fyrir að vanrækja upplýsingagjöf. Fjölskyldan viti ekkert hvað sé búið að gera, hvað sé verið að gera eða hvað standi til að gera. Fjölskyldan birti í gær mynd úr öryggismyndavél sem var sýnir manneskju á gangi klukkan 18:00 á mánudagskvöldið í bænum Santiago del Teide. Fjölskyldan telur að þar sé um Jay Slater að ræða, en myndin sé tekin um 10 klukkustundum eftir að seinast heyrðist frá honum. Lögreglan hefur ekki staðfest myndefnið en segir við Telegraph að ekkert hafi verið útilokað. Santiago del Teide er í nokkurra kílómetra fjarlægð frá staðnum þar sem sást seinast til Slater. Ef myndin er í raun af Slater þá sýnir hún að hann var enn á lífi 10 klukkustundum eftir að hann hringdi í vinkonu sína.

Móðir Slater og faðir eru bæði komin til Tenerife til að hjálpa til við leitina. Faðir hans hefur hengt upp auglýsingar í von um að einhver hafi séð son hans og viti hvar hann er að finna.

„Ég vil bara að hann finnist, þetta er ekki flókið. Ég vil bara son minn til baka, punktur.“

Móðir hans, Debbie Duncan, hefur tekið aðra samsæriskenningu nærri sér en þar er máli Slater líkt við mál Karen Matthews sem setti á svið rán dóttur sinnar fyrir 16 árum síðan. Þeir sem trúa á þessa samsæriskenningu eru sérstaklega tortryggir gagnvart þeim milljónum sem hafa safnast fyrir fjölskyldu Slater á GoFundMe.

Debbie segist vonsvikin yfir þessum kenningum og skilur ekki hvers vegna söfnunin virðist fara fyrir brjóstið á fólki. Á meðan aðrir geti verið á netinu að velta sér upp úr svona samsæriskenningum þá blasi blákaldur veruleikinn við fjölskyldunni.

„Ég er að vona að ég þurfi ekki að fara með son minn heim í líkpoka. Ég bara trúi því ekki að breskur almenningur sé ekki að styðja mig í leit minni að Jay. Þetta gæti komið fyrir ykkur einn daginn. Ég er virkilega vonsvikin.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögsótti fyrrum unnusta sinn – Ástæðan er ótrúleg

Lögsótti fyrrum unnusta sinn – Ástæðan er ótrúleg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vísindamenn við Harvard telja að geimverur haldi til á jörðinni

Vísindamenn við Harvard telja að geimverur haldi til á jörðinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu fjarlægustu sprengistjörnuna til þessa

Fundu fjarlægustu sprengistjörnuna til þessa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hryllingurinn í Noregi – Tveir skotnir til bana og síðan voru sjúkraflutningamennirnir einnig myrtir

Hryllingurinn í Noregi – Tveir skotnir til bana og síðan voru sjúkraflutningamennirnir einnig myrtir