fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Pressan

Hrikalegt slys í líkamsræktarstöð – Missti jafnvægið á hlaupabretti með skelfilegum afleiðingum

Pressan
Þriðjudaginn 25. júní 2024 08:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung kona beið bana eftir að hún féll út um glugga á þriðju hæð í líkamsræktarstöð á dögunum. Konan var á hlaupabretti þegar hún missti jafnvægið og datt aftur fyrir sig.

Slysið átti sér stað þann 18. júní síðastliðinn í líkamsræktarstöð í Pontianak á Indónesíu.

Atvikið náðist á öryggismyndavélar í stöðinni og hafa fjölmiðlar ytra nú birt það. Nokkur hlaupabretti eru fyrir framan glugga á stöðinni og var konan að þurrka á sér andlitið með handklæði þegar henni skrikaði fótur með fyrrgreindum afleiðingum.

Konan, sem var 22 ára að sögn fjölmiðla í Indónesíu, var í ræktinni með kærasta sínum og yngri systur. Hún var flutt alvarlega slösuð á sjúkrahús þar sem hún lést af sárum sínum.

Lögregla er með málið til rannsóknar og hafa athugasemdir verið gerðar við staðsetningu hlaupabrettanna við gluggann. Forsvarsmenn stöðvarinnar hafa beðið aðstandendur hennar afsökunar á slysinu en ekki liggur fyrir hvort einhver verði sóttur til saka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögsótti fyrrum unnusta sinn – Ástæðan er ótrúleg

Lögsótti fyrrum unnusta sinn – Ástæðan er ótrúleg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vísindamenn við Harvard telja að geimverur haldi til á jörðinni

Vísindamenn við Harvard telja að geimverur haldi til á jörðinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu fjarlægustu sprengistjörnuna til þessa

Fundu fjarlægustu sprengistjörnuna til þessa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hryllingurinn í Noregi – Tveir skotnir til bana og síðan voru sjúkraflutningamennirnir einnig myrtir

Hryllingurinn í Noregi – Tveir skotnir til bana og síðan voru sjúkraflutningamennirnir einnig myrtir