fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Pressan

Brúðkaupið breyttist í martröð – Brúðguminn fær milljónir í bætur

Pressan
Þriðjudaginn 25. júní 2024 14:30

Stuttu eftir að þessi mynd var tekin dundu ósköpin yfir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

28. apríl 2023 átti að vera dagur sem þau SamanthaMiller og Aric Hutchinson myndu tengja góðar minningar og tilfinningar við. Þau gengu í hjónaband þennan dag og þegar þau gengu út í nóttina að veisluhöldum loknum brosti framtíðin við þeim. Ekki leið á löngu þar til hörmungar dundu yfir.

Samantha og Aric fóru í golfbíl þegar þau yfirgáfu veisluna en ekki vildi betur til en svo að ölvaður ökumaður ók á golfbílinn með þeim afleiðingum að Samantha lést og Aric slasaðist alvarlega.

Samantha var enn í brúðarkjólnum þegar hún var úrskurðuð látin á sjúkrahúsi og tvísýnt var hvort Aric myndi lifa slysið af. Ökumaðurinn sem keyrði á golfbílinn var hin 25 ára gamla Jamie Lee Komoroski, en hún hafði verið á pöbbarölti áður en hún settist undir stýri. Auk þess að vera ölvuð ók hún á allt að þreföldum hámarkshraða þar sem slysið varð.

Þrátt fyrir að hún hafi verið áberandi ölvuð héldu barþjónar áfram að selja henni áfengi og/eða leyfa henni að drekka áfengi á stöðunum.

Aric höfðaði mál gegn þremur börum og sem seldu Jamie áfengi þetta örlagaríka kvöld og nú hefur samkomulag náðst í málinu. Staðirnir hafa fallist á að greiða Aric 860 þúsund dollara, jafnvirði 120 milljóna króna, í bætur gegn því að falllið verði frá frekari málsókn.

Jamie Lee var ákærð í málinu og bíður hún enn réttarhalda. Hún er í stofufangelsi en gæti átt yfir höfði sér 25 ára fangelsi verði hún sakfelld í öllum ákæruliðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögsótti fyrrum unnusta sinn – Ástæðan er ótrúleg

Lögsótti fyrrum unnusta sinn – Ástæðan er ótrúleg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vísindamenn við Harvard telja að geimverur haldi til á jörðinni

Vísindamenn við Harvard telja að geimverur haldi til á jörðinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu fjarlægustu sprengistjörnuna til þessa

Fundu fjarlægustu sprengistjörnuna til þessa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hryllingurinn í Noregi – Tveir skotnir til bana og síðan voru sjúkraflutningamennirnir einnig myrtir

Hryllingurinn í Noregi – Tveir skotnir til bana og síðan voru sjúkraflutningamennirnir einnig myrtir