fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Pressan

Ungi maðurinn á Tenerife: Skoða hvort þetta sé hann 10 klukkustundum eftir að hann hvarf

Pressan
Mánudaginn 24. júní 2024 12:00

Ýmsum kenningum hefur verið fleygt fram um hvarfið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leit að breska táningnum Jay Slater, sem er aðeins 19 ára, hefur enn engan árangur borið en vika er í dag liðin síðan heyrðist til hans síðast. Mál hans hefur vakið mikla athygli í breskum fjölmiðlum síðustu daga.

Jay ferðaðist til Tenerife til að vera viðstaddur NRG-tónlistarhátíðina ásamt vinum sínum. Að morgni mánudags fyrir viku sást síðast til hans en þá ætlaði hann að halda fótgangandi til gististaðar síns í Los Christianos en virtist ekki gera sér grein fyrir því að þangað var langur gangur, eða um 10 klukkustundir. Leitarhópar, sporhundar og þyrlur hafa meðal annars leitað að Jay en án árangurs.

Telur að honum hafi verið rænt

Vinkona Jay, Lucy, sem var með honum á Tenerife, sagði í síðustu viku að hana grunaði að Jay hefði verið numinn á brott. Hún var sú síðasta sem heyrði í honum að morgni mánudags en þá var síminn hans að verða rafmagnslaus og hann sagðist vera villtur.

Jay var með Lucy á tónlistarhátíðinni á sunnudagskvöld en hann yfirgaf hátíðina um klukkan fimm að morgni mánudags og fór í bíl með tveimur einstaklingum sem hann kynntist á hátíðinni. Ekki er talið að þeir beri neina ábyrgð á hvarfi hans. Til marks um það birti Jay mynd á Snapchat-síðu sinni snemma á mánudagsmorgun og um tveimur tímum síðar hringdi hann í Lucy og sagðist vera villtur.

Er þetta hann?

Daily Mail birtir í morgun skjáskot úr eftirlitsmyndavél sem tekið var tíu klukkustundum eftir að síðast sást til Jay. Skjáskotið var tekið á eftirlitsmynd í Santiago de Teide um klukkan 18 að kvöldi.

Móðir Jay, Debbie, sagði við Mail Online að maður hefði sett sig í samband við lögreglu og tjáð henni að maður, sem líktist Jay, hefði sést á þessum slóðum síðdegis síðastliðinn mánudag. Þá hafi hann setið á bekk ásamt tveimur mönnum í tötralegum klæðum. Sagði hún lögreglu vera að rannsaka ábendinguna og hverjir mennirnir séu. Sjálf kveðst Debbie, rétt eins og Lucy, vera viss um að Jay sé enn á lífi og að honum hafi verið rænt.

Heimildarmaður tengdur fjölskyldunni segir að þó myndin sé vissulega mjög óskýr bindi fjölskyldan vonir við að hann varpi einhverju ljósi á hvarfið.

Leitin undanfarna daga hefur einkum beinst að gljúfri skammt frá svæðinu sem Jay var síðast á og er ekki útilokað að hann hafi villst af leið og örmagnast í hitanum fjarri mannabyggðum.

Lucy kveðst ekki hafa neina trú á því og telur að eitthvað gruggugt sé í gangi varðandi hvarfið. Segir hún að ef hann hafi ætlað að koma sér sjálfur heim til Los Christianos, þar sem þau dvöldu, hefði hann gengið eftir þjóðveginum og reynt að húkka sér far. Hann hefði ekki farið út í óbyggðir í þeirri von að stytta sér leið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrikalegt slys í líkamsræktarstöð – Missti jafnvægið á hlaupabretti með skelfilegum afleiðingum

Hrikalegt slys í líkamsræktarstöð – Missti jafnvægið á hlaupabretti með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofurkakkalakkar breiðast út á vinsælum ferðamannastað – Best að fara að öllu með gát

Ofurkakkalakkar breiðast út á vinsælum ferðamannastað – Best að fara að öllu með gát
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögsótti fyrrum unnusta sinn – Ástæðan er ótrúleg

Lögsótti fyrrum unnusta sinn – Ástæðan er ótrúleg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vísindamenn við Harvard telja að geimverur haldi til á jörðinni

Vísindamenn við Harvard telja að geimverur haldi til á jörðinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu fjarlægustu sprengistjörnuna til þessa

Fundu fjarlægustu sprengistjörnuna til þessa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hryllingurinn í Noregi – Tveir skotnir til bana og síðan voru sjúkraflutningamennirnir einnig myrtir

Hryllingurinn í Noregi – Tveir skotnir til bana og síðan voru sjúkraflutningamennirnir einnig myrtir