fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Pressan

Rauðu flöggin sem fjölskylda raðmorðingjans Ted Bundy hunsaði í uppvexti hans – „Augu hans urðu svört þegar þau vönguðu saman“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 24. júní 2024 21:15

Ted Bundy

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frænka raðmorðingjans Ted Bundy hefur svipt hulunni af þeim fjölmörgu rauðu flöggum sem fjölskylda hans hunsaði í fari hans, á sama tíma og hann myrti tugi ungra kvenna. 

Þegar Bundy dvaldi í Tacoma í Washington, á áttunda áratugnum, var hans minnst sem heillandi, venjulegs einstaklings, sem gat leynt glæpum sínum af stakri snilld, og það þrátt fyrir að nokkur fórnarlamba hans væru tengd nánasta vinahópi hans.

Fjallað er um málið á öllum miðlum vestanhafs. 

Edna Cowell Martin, frænka Bundy, sem er nú á sjötugsaldri, sagði í samtali við DailyMail að á unglingsárum þeirra virtist Bundy vera heltekinn af hræðilegum skáldsögum sem allar áttu það sameiginlegt að fjalla um ungar konur í neyð. 

Eftir því sem frændsystkinin urðu eldri telur Martin litið til baka að Bundy hafi hugsanlega yfirgefið kvöldverðarboð í íbúð hennar til að fremja morð eftir að hún sá hann „láta grímuna falla“ þegar hún njósnaði um hann þar sem Bundy starði ógnandi á herbergisfélaga hennar.

Martin kafar djúpt í æsku frændsystkinanna í væntanlegri bók sinni, Dark Tide: Growing up with Ted Bundy, sem gefur innsýn inn í huga ungs raðmorðingja. Geðlæknar, sérfræðingar og áhugamenn sannra sakamála hafa eytt árum saman í að kanna æsku Bundy í von um að svara spurningunni hvort hann hafi fæðst illur eða orðið slíkur af atlætinu og uppeldinu.

Martin segir að æska þeirra hafði að mestu leyti verið eðlileg og hún minnist hans með hlýhug sem eldri bróðurímyndar, en Bundy var fimm árum eldri.

Martin rifjar upp nokkur atvik, sem horft til baka, hafa gefið vísbendingar um ofbeldismanninn sem hann reyndist vera, þrátt fyrir að enginn hafi gert neinar athugasemdir við þessi atvik á sínum tíma. Eitt þeirra er þráhyggja Bundy fyrir lestri „ljótra leynilögreglusagna“. 

Bundy og John, eldri bróðir Martin, héngu oft saman og hefur Martin eftir bróður sínum að Bundy hafi verið heltekinn af bókum með „svívirðilegum bókarkápum“ sem sýndu stúlku í neyð, bundin eða á annan hátt hjálparvana, með „einhvern gaur yfir henni“, segir hún. „Þeir voru frekar ungir og John fannst þetta mjög skrítið.“ 

Bundy og kærasta hans til margra ára, Elizabeth Kendall, árið 1974.

Játaði á sig 30 morð – Fórnarlömbin talin mun fleiri

Ted Bundy sem fæddur var 24. nóvember 1946 neitaði í áratug fyrir glæpi sína, en játaði að lokum á sig, degi áður en hann var tekinn af lífi, 30 morð framin í sjö ríkjum Bandaríkjanna á árunum 1974 – 1978. Fórnarlömb hans voru á aldrinum 12 – 26 ára. Talið er þó að fórnarlömb hans hafi verið mun fleiri. Við blaðamanninn Hugh Aynesworth, sem skrifaði ævisögu Bundy ásamt Stephen Michaud, sagði Bundy: „Fyrir hvert morð sem miðlarnir fjalla um gæti verið annað sem fær enga umfjöllun.“ 

Lögfræðingur Bundy, John Henry Browne, segir skjólstæðing sinn hafa sagt sér að fyrsta fórnarlamb hans hafi verið ungur drengur sem Bundy drap þegar þeir voru í einhverjum kynlífsleik inni í skógi. Þeir hafi þá verið á aldrinum 12-14 ára. „Ted sagði mér í sama samtali að hann hefði drepið yfir 100 manns.“ 

„Ég held hann hafi ekki einu sinni vitað hversu marga hann drap, og hvers vegna hann drap þá. Það var mín tilfinning, eitthvað sem ég fann mjög sterkt fyrir,“ segir presturinn Fred Lawrence, sem las Bundy síðasta sakramentið fyrir aftöku hans.

Á síðustu árum sínum þegar Bundy játaði loksins glæpi sína sagði hann rannsakendum í Utah frá að hann hefði farið með konur í íbúð sína, „þar sem hann endurskapaði atburðarás sem sýndar voru á forsíðum leynilögreglumannatímarita.“

Bundy sem barn.

Eftir unglingsárin flutti Martin til Arkansas í nokkur ár, en eftir að hún flutti aftur heim til að fara í háskóla í Washington bjó hún aftur nærri frænda sínum, Bundy. „Ég fékk íbúð í um fimm mínútna göngufjarlægð frá þar sem Ted bjó, og ég hitti hann oft og hann kom oft í heimsókn,“ segir Martin.

Eftir kvöldverð með vinum sínum í íbúðinni hennar endaði hópurinn kvöldið á því að dansa meðan vínýlplötur voru spilaðar og Martin rifjar upp að hún kom aftur inn í herbergið þar sem hún sá Bundy og herbergisfélaga hennar Margie dansa hægt við rómantískt lag.

„Margie hallaði höfðinu að brjósti Ted og þegar þau snerust við tónlistina horfði ég beint á Ted, ég sá hann horfa niður á hana. Ég mun aldrei gleyma svipnum á andliti hans.“

Segir hún Bundy hafa dansað með „kjálkann þétt saman og venjulega blá augu hans virtust kolsvört“, í eins konar trans. Eftir handtöku hans lýstu rannsakendur því að augu Bundy hefðu orðið svört og sjáöldur hans víkkað út þegar þeir sögðu frá fórnarlömbum hans.

„Í smá stund, ég sver það, ég þekkti hann alls ekki. Þetta var ekki Ted. Svipur hans var spenntur. Illskur,“ sagði Edna og bætti við að eftir að hún kallaði nafn hans upphátt hafi hann yfirgefið íbúðina í flýti.

„Ég hef ekki hugmynd um hvað gæti hafa gerst um nóttina eftir að hann yfirgaf íbúðina mína. Hvað hann gæti hafa gert,“ segir Martin sem telur að þetta hafi verið augnablikið þegar Bundy „lét grímuna falla“ og það hafi valdið honum svo miklum áhyggjum að hann hljóp á brott. Segir hún hann hafa verið snilling í að leika tveimur skjöldum og í raun verið eins og tveir persónuleikar.

Margie lengst til vinstri og Martin frænka Bundy lengst til hægri.

Þetta atvik átti sér stað nokkrum mánuðum áður en hann framdi fyrsta morðið sem hann viðurkenndi, árið 1974 á veðurfréttakonunni Lindu Ann Healy í Washington. Kona sem Martin telur sig hafa hitt á sínum tíma.

Nokkrir rannsóknarlögreglumenn, einkum Robert Keppel, sem stýrði rannsókn lögreglunnar í Washington á Bundy, hafa haldið því fram að Bundy  hafi þegar drepið nokkrar konur á þessum tíma, jafnvel áður en yfirvöld fóru að fylgjast með honum.

Martin segir að játning Bundy á morðinu á Healy hafi orðið til þess að frændi hennar hefði líklega framið morð á sama tíma og hann eyddi tíma með henni og vinum þeirra, segist hún sleginn óhug yfir hvernig hann hafi verið „of rólegur, of þægilegur, meðvitaður um að hann væri að gera það sem hann gerði.“ 

„Ted var tvær persónur. Hann var með grímuna uppi þegar hann var með fjölskyldu sinni og vinum, og hann kom okkur öllum fyrir sjónir sem venjulegur einstaklingur.“ 

Eins og margir fjölskyldumeðlimir hans, þegar Bundy var fyrst handtekinn fyrir mannrán árið 1975 og grunaður um að bera ábyrgð á tugum týndra eða myrtra kvenna á svæðinu, trúði Martin yfirlýsingu hans um sakleysi. Frændsystkinin hittust eftir að Bundy losnaði úr haldi lögreglunnar, og segist hún hafa verið fullviss um sakleysi hans eftir að hann lagði mikla áherslu á að hann bæri enga ábyrgð á þeim glæpum sem bornir væru á hann.

„Kallaðu það staðfestingarhlutdrægni. Kallaðu það ættgenga hlutdrægni, en ég trúði honum,“ skrifar hún í bók sinni. „Allt yrði í lagi, ég vissi það þá. Allt yrði í lagi.“

Nafn og andlit Bundy var á forsíðum allra fjölmiðla og hann sagður tengdur hvarfi fjölda kvenna um allt fylkið. Martin segir að glaðvær viðbrögð Bundy á þeirri athygli sem fréttirnar vöktu á honum hafi vakið ótta hjá henni. 

Martin segist finna fyrir hryllingi þegar hún hugsar til þess að hafa margoft rúntað með frænda sínum í bjöllunni hans. Bílnum þar sem hann framdi mörg af voðaverkum sínum.

Eftir að Martin sótti frænda sinn úr fangelsi, kom hún við í bókabúð og segist síðan hafa komið að Bundy þar sem fjöldi vegfarenda hafði þekkt hann sökum fjölmiðlaumfjöllunar um hann. „Handleggir Ted voru útbreiddir, eins og Messías á götuhorni, og hann snerist hægt og rólega í hring. Hann brosti og söng aftur og aftur svo allir gætu heyrt: „Ég er Ted Bundy. Ég er Ted Bundy. Ég er Ted Bundy.“

„Þetta er myndin sem ásækir mig líklega mest, myndin sem enn, 50 árum síðar, fær hjarta mitt til að slá örar,“ skrifar Martin. Segir hún þetta atvik við bókabúðina hafa minnt sitt á kolsvört augu frænda síns þar sem hann vangaði við herbergisfélaga hennar. Segir hún atvikið hafa verið hræðilegt. 

„Ég átti erfitt með að jafna mig, en áttaði mig loksins á að hann var ekki frændinn sem ég hélt hann vera þegar ég var ein með honum í bílnum. Að átta sig á því að hann hafi gert það sem hann gerði, það var hræðilegt, það var sjúkt. Það var ekki Ted sem ég þekkti og elskaði, mér fannst ég vera svikin og stjórnað af honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrikalegt slys í líkamsræktarstöð – Missti jafnvægið á hlaupabretti með skelfilegum afleiðingum

Hrikalegt slys í líkamsræktarstöð – Missti jafnvægið á hlaupabretti með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofurkakkalakkar breiðast út á vinsælum ferðamannastað – Best að fara að öllu með gát

Ofurkakkalakkar breiðast út á vinsælum ferðamannastað – Best að fara að öllu með gát
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögsótti fyrrum unnusta sinn – Ástæðan er ótrúleg

Lögsótti fyrrum unnusta sinn – Ástæðan er ótrúleg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vísindamenn við Harvard telja að geimverur haldi til á jörðinni

Vísindamenn við Harvard telja að geimverur haldi til á jörðinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu fjarlægustu sprengistjörnuna til þessa

Fundu fjarlægustu sprengistjörnuna til þessa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hryllingurinn í Noregi – Tveir skotnir til bana og síðan voru sjúkraflutningamennirnir einnig myrtir

Hryllingurinn í Noregi – Tveir skotnir til bana og síðan voru sjúkraflutningamennirnir einnig myrtir