fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Pressan

Lögsótti fyrrum unnusta sinn – Ástæðan er ótrúleg

Pressan
Mánudaginn 24. júní 2024 04:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona, sem er nefnd CL í dómskjölum, höfðaði nýlega mál á hendur fyrrum unnusta sínum fyrir dómstóli á Nýja-Sjálandi. Það verður að segjast að ástæðan fyrir málshöfðuninni er vægast sagt óvenjuleg.

Samkvæmt frétt Sky News þá sagði konan að hún og unnustinn fyrrverandi, nefndur HG, hafi gert með sér munnlegt samkomulag um að hann myndi aka henni út á ónafngreindan flugvöll, dvelja á heimili hennar á meðan hún var að heiman og hugsa um hundana hennar tvo.

CL, sem ætlaði að ferðast með tveimur vinum sínum til að sækja tónleika, sendi HG skilaboð kvöldið fyrir brottför og bað hann um að sækja sig á milli klukkan 10 og 10.15 næsta morgun. En hann sótti hana ekki og hún missti af fluginu.

CL sagði fyrir dómi að hún færi fram á að fá bætur greiddar frá manninum vegna þessa og áttu þær að dekka kostnað hennar við að taka annað flug næsta dag, akstur út á flugvöll og gæslu á hundunum. Hún fór einnig fram á að fá greiddan kostnað við kaup á miðum með ferju einni í desember 2023 en miðann keypti hún fyrir HG til að hann gæti heimsótt syni hennar. Hún sagði einnig að HG „njóti þess að dvelja heima hjá henni“ og hafi áður gætt hunda hennar.

Þau voru par í sex og hálft ár en slitu þá sambandinu og hættu að búa saman.

Niðurstaða dómsins

Dómstólinn komst að þeirri niðurstöðu að hafna bæri kröfum CL því loforð mannsins væru ekki ígildi samnings.

Krysia Cowie, dómari, sagði að til að samningur taki gildi þurfi ætlunin að vera að „koma á lagalega bindandi sambandi“. Pör, vinir og vinnufélagar standi fyrir viðburðum en ólíklegt sé að hægt sé að þvinga þá til þess lagalega séð nema viðkomandi geri eitthvað sem megi túlka sem svo að ætla megi að viðkomandi telji sig bundinn af loforðum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrikalegt slys í líkamsræktarstöð – Missti jafnvægið á hlaupabretti með skelfilegum afleiðingum

Hrikalegt slys í líkamsræktarstöð – Missti jafnvægið á hlaupabretti með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofurkakkalakkar breiðast út á vinsælum ferðamannastað – Best að fara að öllu með gát

Ofurkakkalakkar breiðast út á vinsælum ferðamannastað – Best að fara að öllu með gát
Pressan
Fyrir 4 dögum

Geimrusl lenti á húsi – Krefjast bóta frá NASA

Geimrusl lenti á húsi – Krefjast bóta frá NASA
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vísindamenn við Harvard telja að geimverur haldi til á jörðinni

Vísindamenn við Harvard telja að geimverur haldi til á jörðinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu fjarlægustu sprengistjörnuna til þessa

Fundu fjarlægustu sprengistjörnuna til þessa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hryllingurinn í Noregi – Tveir skotnir til bana og síðan voru sjúkraflutningamennirnir einnig myrtir

Hryllingurinn í Noregi – Tveir skotnir til bana og síðan voru sjúkraflutningamennirnir einnig myrtir