fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Pressan

Vísindamenn við Harvard telja að geimverur haldi til á jörðinni

Pressan
Sunnudaginn 23. júní 2024 22:00

Fela þær sig bara innan um okkur?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Getur hugsast að vitsmunalíf þrífist annars staðar en á jörðinni? Þetta er spurning sem mannkynið hefur spurt sig mjög lengi. Nú hafa vísindamenn við hinn virta bandaríska Harvard háskóla rannsakað málið og velt því upp hvort hugsast geti að geimverur hafi haldið sig hér á jörðinni í langan tíma.

Vísindamennirnir, sem heita Tim Lomas og Brendan Case, benda á það í rannsókn sinni að „óútskýrð fyrirbæri“ haldi sig neðanjarðar, á tunglinu eða gangi jafnvel um meðal okkar mannanna.

Þeir setja fram fjórar kenningar um þetta og benda á að rannsóknir af þessu tagi snúist yfirleitt um verur frá öðrum plánetum en það sé ekki tæmandi.

Lifa í felum

Í einni kenningunni segja þeir að verur hafi komið hingað til jarðarinnar utan úr geimnum eða frá framtíðinni og séu í felum. Einnig geti verið um „heimaræktaðar“ geimverur að ræða, til dæmis „jarðbundna engla“. Þeir eru ekki svo tæknilegir og eru almennt þekktir sem álfar eða álíka verur í evrópskum sögum.

Þeir segja einnig að um „gamalt tæknilega þróað samfélag manna“, sem er ekki lengur í fullkomnu lagi, geti verið að ræða og verurnar frá því leynist innan um okkur mennina.

Einnig getur að þeirra matið verið um „mjög fjarskylda ættingja okkar“ að ræða. Þetta gæti til dæmis verið óþekkt og mjög greind tegund risaeðla.

Þeir viðurkenna fúslega að kenningar þeirra hljóti nú væntanlega ekki mikinn hljómgrunn í vísindasamfélaginu en þær eigi það skilið að „vera íhugaðar af auðmýkt og með opnum huga“.

Nægt pláss

Kenningum sínum til stuðnings benda þeir á að mörg hafsvæði hér á jörðinni hafi ekki verið kortlögð og þar sé nægt pláss fyrir geimverur til að leynast.

Meðal þessara svæða eru „japanska Atlantis“ við  eyjuna Yonaguni Jima við austurströnd Taívan en þar fann kafari „sokkna hluti 1986.

En Lomas og Case eru raunsæir og segja að mjög ósennilegt sé að geimverur haldi til hér á jörðinni en það skipti þó miklu máli að segja að þeir telji það ekki útilokað. Út frá þeim gögnum sem þeir hafa, þá telja þeir 10% líkur á að geimverur haldi til hér á jörðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrikalegt slys í líkamsræktarstöð – Missti jafnvægið á hlaupabretti með skelfilegum afleiðingum

Hrikalegt slys í líkamsræktarstöð – Missti jafnvægið á hlaupabretti með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofurkakkalakkar breiðast út á vinsælum ferðamannastað – Best að fara að öllu með gát

Ofurkakkalakkar breiðast út á vinsælum ferðamannastað – Best að fara að öllu með gát
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu fjarlægustu sprengistjörnuna til þessa

Fundu fjarlægustu sprengistjörnuna til þessa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hryllingurinn í Noregi – Tveir skotnir til bana og síðan voru sjúkraflutningamennirnir einnig myrtir

Hryllingurinn í Noregi – Tveir skotnir til bana og síðan voru sjúkraflutningamennirnir einnig myrtir