fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Pressan

Ófremdarástand á bandarískum tryggingamarkaði – Dæmi um að mánaðargjöld fjórfaldist á einu ári

Pressan
Sunnudaginn 23. júní 2024 15:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjamönnum sem kjósa að tryggja ekki fasteignir sínar hefur fjölgað gífurlega á síðustu fimm árum. Árið 2019 kusu 5% fasteignaeigenda að tryggja ekki eignir sínar en hlutfallið nemur 12% í dag. Þessi þróun á rætur að rekja til gífurlegra gjaldhækkana.

USA Today ræddi við Anajali Tierra sem ákvað árið 2019 að það væri ekki þess virði að tryggja eign sína. Hún keypti fasteign árið 2018 í Kaliforníu og fannst ásættanlegt að greiða um 14 þúsund krónur á mánuði fyrir fasteignatryggingu enda húsið staðsett á svæði sem er útsett fyrir gróðureldum.

Ári síðar þegar tími var kominn að endurnýja trygginguna hafði mánaðargjaldið hækkað upp í tæpar 50 þúsund krónur á mánuði, en þessa fjárhæð var Anajali ekki tilbúin að borga enda er hún komin á eftirlaun eftir að hafa starfað alla sína starfsævi við kennslu. Hún leitaði til annarra tryggingafélaga til að finna ódýrari tryggingu en fann ekkert. Niðurstaðan var því að sleppa tryggingunni og vona það besta.

Hún segir að á hverju vori leiti hún tilboða í tryggingarnar, en hefur ekkert fundið sem hún hefur tök á að greiða fyrir.

Fleiri eru í sömu stöðu og stofnunin Insurance Information Institute segir þróunina áhyggjuefni. Þegar tekin eru fasteignalán eru það jafnan veitt með veði í fasteigninni og krefjast lánveitendur þess þá að eignir séu tryggðar. Ef veðsettar eignir eru ekki tryggðar geta lánveitendur rukkað svokallaða nauðungatryggingu sem er gjarnan mun dýrari heldur en hefðbundnar tryggingar.

Þar fyrir utan séu ótryggðir fasteignaeigendur í hræðilegri stöðu ef tjón verður á eignum þeirra, t.d. vegna hamfaraveðurs, jarðskjálfta, gróðurelda eða álíka.

Margir eru farnir að tala um ófremdarástand á tryggingamarkaði, sem eigi sér fordæmalaus.

Greiningaraðilar segja að tryggingafélögin séu að vinna gegn tapi völdum verðbólgu og verðhækkana sem geri að verkum að það kostar meira en áður að bæta tjón. Verðbólgan og verðhækkanir geri það á sama tíma að verkum að fasteignaeigendur eigi erfiðara með að halda í við aukinn kostnað við tryggingar.

Eins eru fleiri fasteignir en áður að verða fyrir tjóni út af hamfaraveðri sökum loftslagsbreytinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrikalegt slys í líkamsræktarstöð – Missti jafnvægið á hlaupabretti með skelfilegum afleiðingum

Hrikalegt slys í líkamsræktarstöð – Missti jafnvægið á hlaupabretti með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofurkakkalakkar breiðast út á vinsælum ferðamannastað – Best að fara að öllu með gát

Ofurkakkalakkar breiðast út á vinsælum ferðamannastað – Best að fara að öllu með gát
Pressan
Fyrir 4 dögum

Geimrusl lenti á húsi – Krefjast bóta frá NASA

Geimrusl lenti á húsi – Krefjast bóta frá NASA
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögsótti fyrrum unnusta sinn – Ástæðan er ótrúleg

Lögsótti fyrrum unnusta sinn – Ástæðan er ótrúleg
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu fjarlægustu sprengistjörnuna til þessa

Fundu fjarlægustu sprengistjörnuna til þessa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hryllingurinn í Noregi – Tveir skotnir til bana og síðan voru sjúkraflutningamennirnir einnig myrtir

Hryllingurinn í Noregi – Tveir skotnir til bana og síðan voru sjúkraflutningamennirnir einnig myrtir