fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Pressan

Lofandi niðurstöður tilrauna með að bólusetja gegn inflúensu og COVID-19 með einni sprautu

Pressan
Sunnudaginn 23. júní 2024 09:30

Tilraunirnar með þessa tegund bólusetninga lofa góðu að sögn Moderna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilraunir með að bólusetja gegn inflúensu og COVID-19 með einni sprautu lofa góðu að sögn lyfjafyrirtækisins Moderna. Um nýtt bóluefni er að ræða og hefur það fengið nafnið mRNA-1083.

Live Science segir að bóluefnið hafi vakið upp ónæmisviðbrögð gegn bæði inflúensu og SARS-CoV-2 en það er veiran sem veldur COVID-19. Um klíníska rannsókn er að ræða og tekur fólk 50 ára og eldra þátt í henni.

Nýja bóluefnið var borið saman við nokkur önnur bóluefni sem veita vernd annað hvort gegn COVID-19 eða inflúensu. Í þessum samanburði kom fram að blandan olli „mun meiri ónæmisviðbrögðum“ gegn þremur undirtegundum inflúensu og kórónuveirunni.

Ekki hefur verið farið yfir niðurstöður rannsóknarinnar af vísindamönnum sem ekki starfa hjá Moderna. Fyrirtækið hyggst kynna rannsóknina og gögnin á bak við hana á læknaráðstefnu á næstunni og einnig verður rannsóknin birt í vísindariti.

Talsmenn Moderna segja að fyrirtækið stefni á að bóluefnið verið tilbúið til notkunar fyrir haustið 2025.

Pfizer-BioNTech og Novavax vinna einnig að þróun blandaðra bóluefna af þessu tagi en Moderna var fyrst til að birta upplýsingar um klínísku rannsóknina sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan á Tenerife rannsakar samsæriskenningar um hvarfið og Móður Slater misboðið út af tortryggni Breta

Lögreglan á Tenerife rannsakar samsæriskenningar um hvarfið og Móður Slater misboðið út af tortryggni Breta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrikalegt slys í líkamsræktarstöð – Missti jafnvægið á hlaupabretti með skelfilegum afleiðingum

Hrikalegt slys í líkamsræktarstöð – Missti jafnvægið á hlaupabretti með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ungi maðurinn á Tenerife: Skoða hvort þetta sé hann 10 klukkustundum eftir að hann hvarf

Ungi maðurinn á Tenerife: Skoða hvort þetta sé hann 10 klukkustundum eftir að hann hvarf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Geimrusl lenti á húsi – Krefjast bóta frá NASA

Geimrusl lenti á húsi – Krefjast bóta frá NASA