fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Pressan

Viltu sopa? – Fundu 2.000 ára gamalt vín

Pressan
Laugardaginn 22. júní 2024 07:30

Þetta er víst hvítvín þótt það líti ekki út fyrir það. Mynd:Juan Manuel Román

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elsta vínið sem fundist hefur í fljótandi formi, fannst á Spáni. Það er rauðbrúnt þrátt fyrir að vera hvítvín. Ástæðan fyrir litnum er að ákveðnar efnabreytingar hafa átt sér stað á þeim 2.000 árum sem eru liðin síðan víninu var hellt í útfararker.

Vínið fannst í rómverskri gröf. Vínið er að sögn vel þroskað og gæti það meðal annars skýrst af því að í útfararkerinu voru meðal annars bein Rómverja.

The Guardian segir að rannsókn sérfræðinga við Córdoba háskólann hafi leitt í ljós að vínið, sem fannst í Farmona í Andalúsíu fyrir fimm árum, hafi verið framleitt þar á svæðinu.

Skýrt er frá niðurstöðu rannsóknarinnar í vísindaritinu Journal of Archaeological Science: Reports. Áður en þetta vín fannst, þá var elsta vínið sem fundist hafði í fljótandi formi hin svokallaða Speyer vínflaska sem fannst í rómverskri gröf nærri þýska bænum Speyer árið 1867. Hún er frá árinu 325 eftir Krist.

Spænska vínið fannst 2019 þegar fjölskylda ein vann að endurbótum á húsi sínu í Carmona. Hún rakst þá á gröf í lóðinni og þegar hún var opnuð fannst vínið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan á Tenerife rannsakar samsæriskenningar um hvarfið og Móður Slater misboðið út af tortryggni Breta

Lögreglan á Tenerife rannsakar samsæriskenningar um hvarfið og Móður Slater misboðið út af tortryggni Breta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrikalegt slys í líkamsræktarstöð – Missti jafnvægið á hlaupabretti með skelfilegum afleiðingum

Hrikalegt slys í líkamsræktarstöð – Missti jafnvægið á hlaupabretti með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ungi maðurinn á Tenerife: Skoða hvort þetta sé hann 10 klukkustundum eftir að hann hvarf

Ungi maðurinn á Tenerife: Skoða hvort þetta sé hann 10 klukkustundum eftir að hann hvarf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Geimrusl lenti á húsi – Krefjast bóta frá NASA

Geimrusl lenti á húsi – Krefjast bóta frá NASA
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ófremdarástand á bandarískum tryggingamarkaði – Dæmi um að mánaðargjöld fjórfaldist á einu ári

Ófremdarástand á bandarískum tryggingamarkaði – Dæmi um að mánaðargjöld fjórfaldist á einu ári
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lofandi niðurstöður tilrauna með að bólusetja gegn inflúensu og COVID-19 með einni sprautu

Lofandi niðurstöður tilrauna með að bólusetja gegn inflúensu og COVID-19 með einni sprautu