fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Pressan

Fundu kolefni frá árdögum alheimsins – Gengur gegn skilningi okkar á hvernig lífið gæti hafa myndast

Pressan
Laugardaginn 22. júní 2024 18:30

Hluti af alheiminum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með aðstoð James Webb geimsjónaukans fundu vísindamenn kolefni í vetrarbraut, aðeins 350 milljónum ára eftir Miklahvell. Þetta gæti þýtt að líf hafi myndast mun fyrr en áður var talið.

Kolefni er eitt af lykilefnunum þegar kemur að því að líf myndist. Aldrei áður hefur kolefni fundist svo skömmu eftir Miklahvell. Þessi uppgötvun gjörbreytir vitneskju okkar um fyrstu vetrarbrautirnar.

Live Science segir að rannsóknin verði birt í vísindaritinu Astronomy & Astrophysics.

Roberto Maiolino, prófessor í tilraunastjarneðlisfræði við Kavli Institute for Cosmology við Cambridge háskólann, sagði í tilkynningu að niðurstöður fyrri rannsókna hafi bent til að kolefni í miklu magni hafi myndast frekar seint, eða um milljarði ára eftir Miklahvell.

Nú hafi kolefni, sem myndaðist miklu fyrr, fundist og hugsanlega sé þetta elsta málmtegundin. Stjörnufræðingar skilgreina efni þyngri en vetni og helíum sem málm.

Hann sagði það hafa komið á óvart að finna kolefni svo skömmu eftir Miklahvell því áður hafi verið talið að fyrstu stjörnurnar hafi myndað miklu meira súrefni en kolefni.

Francesco D‘Eugenio, stjarneðlisfræðingur við Kavli Institute for Cosmology við Cambridge háskóla, sagði í tilkynningu að þar sem kolefni sé einn af hornsteinum lífsins eins og við þekkjum það, þá sé ekki endilega rétt að líf hafi endilega þróast mun síðar í alheiminum. Hugsanlega hafi það þróast miklu fyrr en áður var talið. Ef líf sé að finna annars staðar í alheiminum, þá gæti það hafa þróast á annan hátt en hér á jörðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan á Tenerife rannsakar samsæriskenningar um hvarfið og Móður Slater misboðið út af tortryggni Breta

Lögreglan á Tenerife rannsakar samsæriskenningar um hvarfið og Móður Slater misboðið út af tortryggni Breta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrikalegt slys í líkamsræktarstöð – Missti jafnvægið á hlaupabretti með skelfilegum afleiðingum

Hrikalegt slys í líkamsræktarstöð – Missti jafnvægið á hlaupabretti með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ungi maðurinn á Tenerife: Skoða hvort þetta sé hann 10 klukkustundum eftir að hann hvarf

Ungi maðurinn á Tenerife: Skoða hvort þetta sé hann 10 klukkustundum eftir að hann hvarf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Geimrusl lenti á húsi – Krefjast bóta frá NASA

Geimrusl lenti á húsi – Krefjast bóta frá NASA
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ófremdarástand á bandarískum tryggingamarkaði – Dæmi um að mánaðargjöld fjórfaldist á einu ári

Ófremdarástand á bandarískum tryggingamarkaði – Dæmi um að mánaðargjöld fjórfaldist á einu ári
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lofandi niðurstöður tilrauna með að bólusetja gegn inflúensu og COVID-19 með einni sprautu

Lofandi niðurstöður tilrauna með að bólusetja gegn inflúensu og COVID-19 með einni sprautu