fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Pressan

Vinkonurnar fundust skornar á háls árið 1996 – Nú eru komnar nýjar upplýsingar í málinu

Pressan
Föstudaginn 21. júní 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 1. júní árið 1996 fundust vinkonurnar Julianne Williams og Laura Winans látnar. Þær höfðu farið í ferðalag inn í Shenandoah-þjóðgarðinn í Virginíu í Bandaríkjunum þar sem þær hugðust tjalda og hafa það notalegt í ósnortinni náttúrunni.

Sjónin sem mætti þeim sem komu að Julianne og Lauru látnum var skelfileg. Þær voru bundnar á höndum og fótum og höfðu verið skornar á háls. Þrátt fyrir ítarlega leit að morðingjanum á sínum tíma fannst hann ekki.

Nú telur lögregla sig vera búna að komast að því hver morðinginn var með aðstoð DNA-rannsóknar. Hann verður þó aldrei dæmdur fyrir morðin því hann lést árið 2018.

Hinn grunaði í málinu hét Walter Jackson og var dæmdur raðnauðgari. Hann lést sjötugur að aldri í fangelsi í Cuyahoga-sýslu í Ohio en hann hafði verið dæmdur fyrir nauðganir og mannrán fjórum sinnum áður en hann lést.

Rannsókn málsins hófst að nýju árið 2021 þegar deild innan bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, sem skoðar óupplýst sakamál, sendi DNA-snið í rannsókn sem tekið var á vettvangi morðanna árið 1996. Kom það heim og saman við DNA-snið sem fundust í kynferðisglæpunum sem Walter hafði verið dæmdur fyrir.

Stanley Meador, fulltrúi FBI sem fór með rannsókn málsins, segir við bandaríska fjölmiðla að nú sé til skoðunar hvort Jackson tengist öðrum óupplýstum morðmálum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrikalegt slys í líkamsræktarstöð – Missti jafnvægið á hlaupabretti með skelfilegum afleiðingum

Hrikalegt slys í líkamsræktarstöð – Missti jafnvægið á hlaupabretti með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofurkakkalakkar breiðast út á vinsælum ferðamannastað – Best að fara að öllu með gát

Ofurkakkalakkar breiðast út á vinsælum ferðamannastað – Best að fara að öllu með gát
Pressan
Fyrir 4 dögum

Geimrusl lenti á húsi – Krefjast bóta frá NASA

Geimrusl lenti á húsi – Krefjast bóta frá NASA
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögsótti fyrrum unnusta sinn – Ástæðan er ótrúleg

Lögsótti fyrrum unnusta sinn – Ástæðan er ótrúleg