fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Pressan

Lögreglumaður neyddi fanga til að sleikja þvag af gólfi fangaklefa

Pressan
Föstudaginn 21. júní 2024 18:30

Fanginn var látinn sleikja þvag af gólfinu. Mynd/Evrópuráðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumaður var nýlega dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að hafa neytt fanga til að sleikja þvag af gólfi fangaklefa. Með þessu braut hann gegn mannréttindum fangans.

People skýrir frá þessu og segir að lögreglumaðurinn, hinn 26 ára Michael Christian Green, sé ekki lengur starfandi sem lögreglumaður enda er hann á leið í fangelsi.

Hann játaði brot sitt og var dæmdur í eins árs fangelsi. Að afplánun lokinni verður hann undir ströngu eftirliti í eitt ár.

Brot Green náðist á eftirlitsmyndavél í fangageymslu lögreglunnar í Pearl í Mississippi í Bandaríkjunum.

Í dómskjölum kemur fram að Green hafi handtekið mann á veitingastað eftir að til deilna og átaka kom. Maðurinn var fluttur á lögreglustöðina og settur í fangaklefa. Hann kastaði af sér vatni á gólfið eftir að lögreglumenn höfðu hunsað beiðni hans um að fá að nota salernið.

Þegar Green færði manninn til skráningar í fangageymslunni skipaði hann honum að „sleikja þetta upp strax“. Hann tók síðan farsíma sinn upp til að taka það upp þegar maðurinn sleikti þvagið upp og skipaði honum að „hrækja því ekki“. Maðurinn ældi ítrekað í ruslatunnu að því er segir í dómskjölum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan á Tenerife rannsakar samsæriskenningar um hvarfið og Móður Slater misboðið út af tortryggni Breta

Lögreglan á Tenerife rannsakar samsæriskenningar um hvarfið og Móður Slater misboðið út af tortryggni Breta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrikalegt slys í líkamsræktarstöð – Missti jafnvægið á hlaupabretti með skelfilegum afleiðingum

Hrikalegt slys í líkamsræktarstöð – Missti jafnvægið á hlaupabretti með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ungi maðurinn á Tenerife: Skoða hvort þetta sé hann 10 klukkustundum eftir að hann hvarf

Ungi maðurinn á Tenerife: Skoða hvort þetta sé hann 10 klukkustundum eftir að hann hvarf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Geimrusl lenti á húsi – Krefjast bóta frá NASA

Geimrusl lenti á húsi – Krefjast bóta frá NASA
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ófremdarástand á bandarískum tryggingamarkaði – Dæmi um að mánaðargjöld fjórfaldist á einu ári

Ófremdarástand á bandarískum tryggingamarkaði – Dæmi um að mánaðargjöld fjórfaldist á einu ári
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lofandi niðurstöður tilrauna með að bólusetja gegn inflúensu og COVID-19 með einni sprautu

Lofandi niðurstöður tilrauna með að bólusetja gegn inflúensu og COVID-19 með einni sprautu