fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

Veip lék táningsstúlku afar grátt

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 11. júní 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sautján ára bresk stúlka var svo illa haldin af fíkn í veip, öðru nafni rafsígarettur, að fjarlægja þurfti hluta af öðru lunga hennar. Hún fékk einnig svo miklar hjartsláttartruflanir að hún var á barmi þess að fara í hjartastopp. Notaði stúlkan rafsígarettur afar mikið en notkunin samsvaraði því að hún hefði reykt 400 hefðbundnar sígarettur á viku.

Stúlkan heitir Kyla Blight en faðir hennar Mark Blight vildi segja sögu dóttur sinnar til að vara foreldra eindregið við veipi hjá börnum þeirra.

Daily Mail greinir frá málinu en þar kemur fram að gat hafi myndast á öðru lunga Kyla. Hún var flutt á sjúkrahús í síðastliðnum mánuði eftir að hún blánaði í framan og hneig niður heima hjá vinkonu sinni.

Í kjölfarið gekkst hún undir skurðaðgerð þar sem hluti lungans var fjarlægður. Lítil blaðra með lofti í hafði myndast efst á lungum stúlkunnar. Hin mikla notkun hennar á rafsígarettum er hins vegar talin hafa orsakað það að blaðran sprakk með þeim afleiðingum að annað lunga Kylu féll saman.

Telja veip skaðlaust

Hún byrjaði að veipa þegar hún var 15 ára og hafði fram að þessu talið það skaðlaust.

Kyla hafði fyrst og fremst notað einnota rafsígarettur og segist ekki ætla að koma nálægt þeim framar.

Faðir hennar hvetur ungt fólk til að henda rafsígarettunum sínum en Kyla segir þá hugmynd útbreidda meðal skólafélaga sinna að veip sé skaðlaust. Hann segist hafa orðið logandi hræddur um líf dóttur sinnar. Hann segir skurðlækninn hafa tjáð sér að ástand Kylu hafi verið tvísýnt um tíma. Skurðlæknirinn hafi sagt að hann hafi gert fleiri svona aðgerðir á ungmennum undanfarið og telji það víst að einnota rafrettur sem orsaki það að blöðrur sem myndast á lungum, eins og hjá Kylu, springi og geri gat á lungu viðkomandi.

Mark Blight segir að heilsufarsvandamál dóttur hans hafi fyrst byrjað í nóvember á síðasta ári. Þá var hún flutt á sjúkrahús eftir að hún taldi sig vera að fá hjartaáfall. Hins vegar kom í ljós að gat hafði myndast á lunga hennar eftir að blaðra hafði myndast. Næst fór hún á spítala í febrúar síðastliðnum en var þá sagt að hún væri læknuð. Í maí endaði hún hins vegar eins og áður sagði á spítala í þriðja sinn eftir að annað lunga hennar féll saman.

Faðir hennar segist hafa vitað að hún reykti rafrettur en ekki að hún hefði verið 15 ára þegar hún byrjaði og heldur ekki hversu mikil notkun hennar var.

Hann viðurkennir að veipa sjálfur til að venja sig af því að reykja hefðbundnar sígarettur. Hann telur að banna eigi notkun rafrettna meðal barna og unglinga sérstaklega einnota rafrettur eins og þær sem Kyla hafi notað en Mark segir að lítið sé vitað um áhrif þeirra efna sem þær innihaldi.

Hann hvetur foreldra sem eiga unglinga að fylgjast með því hvort þeir séu að nota rafrettur þar sem unglingarnir geri sér ekki grein fyrir hættunni sem stafi af rafrettunum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“