fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Fékk bréf frá manninum sem myrti foreldra hennar fyrir 28 árum

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 11. júní 2024 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

28 ára gömul kona Ariel að nafni deildi myndbandi á TikToksíðu sína, Opencasketgood, sem sýnir viðbrögð hennar þegar hún opnar og les bréf frá manninum sem myrti foreldra hennar fyrir tæpum 30 árum.

Ariel er með um 12 þúsund fylgjendur, en myndband hennar dreifðist um samfélagsmiðla og fékk um þrjár milljónir áhorfa áður en hún tók það niður.

„Morðingi foreldra minna skrifaði mér til baka. Ég hef beðið í næstum 30 ár eftir þessari stundu. Tilfinningarnar eru að yfirbuga mig,“ sagði Ariel sem las síðan bréfið upphátt.

„Kæra Ariel, það var mjög gott að heyra frá þér, ég vona að þér og fjölskyldunni gangi vel, þakka þér fyrir að gefa mér tækifæri til að skrifa þér. Ég hef beðið um að Guð gæti huggað þig með þeim hætti sem aðeins hann getur gert. Þú skrifaðir frábært bréf til mín og þegar ég var búinn að lesa það sagði ég upphátt „Guð minn“. Ég vil að þú vitir að mér þykir vænt um þig og er reiðubúinn að hjálpa þér á allan þann hátt sem ég get. Mig hefur langað til að skrifa þér en vildi ekki móðga þig svo ég varð að leyfa þér að brjóta ísinn, ef svo má segja.“

Maðurinn óskaði ​​Ariel til hamingju með þann árangur sem hún hefur náð í lífinu, að eignast börn og sagði hann þau stækka hratt, sjálfur væri hann nýlega búinn að senda barnabarni sínu bréf fyrir að hafa lokið menntaskóla. Maðurinn sagði opinn fyrir frekari samskiptum við Ariel, hvort sem það væri með bréfaskrifum, símtali eða myndsímtali.

Ariel brast í grát að lestrinum loknum. Hún fékk fjölda hughreystandi skilaboða, en fylgjendur hennar voru forvitnir að fá að vita meira um morðið á foreldrum hennar og af hverju hún hefði ákveðið að skrifa til morðingjans.

Ariel birti mynd af foreldrum sínum.

Myrti þrjá þennan dag

Þann 7. nóvember 1995 átti faðir Ariel afmæli og varð 32 ára. Morðinginn skaut konu sína til bana á stofusófanum á heimili þeirra. Síðan gekk hann niður götuna að heimili foreldra Ariel, skaut föður hennar fjórum sinnum, fyrsta skotið banaskotið hitti hann í lungum. Síðan skaut hann móður Ariel fimm sinnum og banaskotið í hjartað. Ariel var fjögurra mánaða og var komið að henni í barnastól við hliðina á líkum foreldra hennar.

„Morðinginn fékk 20 ára dóm fyrir morðið á eiginkonu sinni og tvo lífstíðardóma fyrir morðið á foreldrum mínum. Hann er í fangelsi í um 90 mínútna fjarlægð frá heimili mínu. Hann var giftur mágkonu mömmu frá fyrra hjónabandi mömmu, maðurinn hennar mömmu dó. Ég á eldri systkini og morðinginn er þannig séð frændi okkar. Það var einhver fjandskapur á milli hans og foreldra minna, og hann sagðist vilja foreldra mína í burtu úr hverfinu og að þau ættu aðeins nokkra daga eftir ólifaða.“

Eldri bróðir Ariel og kona hans tóku hana að sér og ólu hana upp. Ariel segir að fjölskylda hennar vilji lítið tala um þetta áfall úr fortíðinni, hvorki þegar hún var barn né núna þegar hún er orðin fullorðin kona. Ariel segir ekkert geta fært henni foreldra hennar tilbaka og hún þurfi ekki að vita smáatriði málsins, hún hafi lesið málsgögnin og séð myndirnar frá glæpavettvanginum og hún geti aldrei gleymt þeim. Hún segist að um sé að ræða hennar aðferð til að fyrirgefa morðingjanum verknaðinn og sættast við áfallið fyrir sjálfa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga