fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Vill banna snjallsímanotkun í skólum með lögum

Pressan
Laugardaginn 1. júní 2024 17:30

Kathy Hochul. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kathy Hochul, ríkisstjóri New York, hefur lagt til að notkun snjallsíma í barnaskólum í ríkinu verði bönnuð með lögum. Kathy hefur miklar áhyggjur af því hvaða áhrif samfélagsmiðlar – sem börn nálgast einkum í gegnum snjallsíma – hafa á heilsu þeirra.

Kathy segist sjálf hafa orðið vitni að því hversu ávanabindandi samfélagsmiðlar eru og mörg börn hafi farið illa út úr notkun þeirra. „Þeir bókstaflega hlekkja þau og gera þau að föngum sínum,“ segir hún.

Kathy segir að með þessuy sé ekki verið að banna alla símanotkun í skólum, heldur aðeins snjallsíma sem hafa aðgang að Internetinu og samfélagsmiðlum. Nemendur geti áfram komið með síma í skólann sem senda smáskilaboð en þá eigi aðeins að nota þá í neyðartilvikum.

Ríkisstjórinn segist eiga von á því að kynna frumvarp um þetta síðar á þessu ári en þangað til muni hún ráðfæra sig við sérfræðinga um útfærslu á nýjum lögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali