fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Fór að sjá dóttur sína útskrifast og kom ekki aftur heim

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 9. maí 2024 14:30

Mynd/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkurt uppnám varð um síðustu helgi á útskriftarathöfn Ohio State háskólans í Bandaríkjunum en athöfnin fór fram á leikvangi skólans, sem er í borginni Columbus í Ohio-ríki. Kona sem átti dóttur sem var meðal þeirra nemenda sem voru að útskrifast lést eftir hátt fall úr áhorfendastúku á leikvanginum.

NBC greinir frá en konan var 53 ára gömul. Hún var úrskurðuð látin á vettvangi en hún fannst rétt fyrir utan leikvanginn en grunur leikur á að hún hafi tekið eigið líf með því að stökkva. Konan féll úr alls 41 metra hæð en lögreglan segir ekkert benda til að nokkurt saknæmt hafi átt sér stað og ekkert bendi heldur til þess að um slys hafi verið að ræða.

Athöfnin var í þann mund að hefjast þegar atvikið átti sér stað og hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist. Sumum nemenda og gesta á athöfninni var þó bersýnilega brugðið. Talmaður háskólans segir að öllum starfsmönnum skólans sem voru viðstaddir athöfnina og öllum nemendum sem voru að útskrifast hafi verið boðin sálfræðiaðstoð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum