fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Pressan

Óttast ekki að Pútín grípi til kjarnavopna – Ástæðan er þessi

Pressan
Laugardaginn 25. maí 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Volodomír Selenskíj, forseti Úkraínu, segist ekki óttast það að Vladimír Pútín Rússlandsforseti komi til með að grípa til kjarnavopna í stríði Rússlands og Úkraínu.

Pútín hefur margoft hótað því að grípa til kjarnavopna frá því að herlið hans réðst inn í landið í febrúar 2022. Nú síðast bárust fréttir af því í vikunni að Rússar hefðu hafið æfingar vegna notkunar á taktískum kjarnavopnum sem þeir hafa hótað að beita verði tilvist Rússlands ógnað á einhvern hátt.

Selenskíj hefur þó litla trú á því að Rússar muni beita kjarnavopnum þó þeir hafi hótað því.

„Hann er kannski óskynsamur en hann elskar líf sitt,“ segir Úkraínuforseti í viðtali við New York Times.

Í viðtalinu ræðir Selenskíj einnig stuðning NATO við Úkraínu og er hann ómyrkur í máli. Segir hann að Úkraínumenn þurfi meiri stuðning og kallar eftir því að hersveitir NATO aðstoði úkraínska hermenn á vígvellinum í Úkraínu.

Hann fór einnig í persónuleg atriði í viðtalinu og sagðist elska að eyða tíma með tveimur börnum sínum, 11 og 19 ára. Þá þykir honum fátt betra en að lesa góða bók áður en hann dettur í draumalandið á kvöldin. Þegar stríðinu loksins lýkur vill hann gjarnan fá að eyða meiri tíma með fjölskyldunni sinni og hundunum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á ekki að skræla kartöflur áður en þær eru soðnar eða bakaðar

Þess vegna á ekki að skræla kartöflur áður en þær eru soðnar eða bakaðar