fbpx
Sunnudagur 06.október 2024
Pressan

Svona er best að losna við mosa úr garðinum

Pressan
Sunnudaginn 19. maí 2024 18:30

Glímir þú við mosa í garðinum?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir garðeigendur berjast harðri baráttu við mosa í garðinum og finnst sumum eflaust sem þetta sé ansi vonlaus barátta. En það eru auðvitað til ýmis ráð um hvernig er best að takast á við mosann.

Flestir kannast eflaust við að það sé best að slá garðinn reglulega, gæta þess að það lofti vel um blettinn og nota áburð.

En mosinn vex hratt og getur á skömmum tíma lagt garðinn undir sig. Ef ekkert er að gert verður sífellt erfiðara að hafa sigur í baráttunni. Ef þú ert mjög óheppin(n) þá getur hann meira að segja valdið skemmdum á trjám og gróðurhúsi.

Jonas Hemmingsson, hjá Bayer Garden, benti lesendum idenyt á fjögur góð ráð í baráttunni við mosa.

Hann segir að gott sé að bera mosaeyði á garðinn. Eftir tvær vikur verði mosinn orðinn dekkri á litinn sem sé merki um að hann hafi gefist upp. Þá sé auðvelt að fjarlægja hann. Það er hægt að byrja á þessu í mars og apríl þrátt fyrir að jarðvegurinn sé blautur og kaldur.

Ef þú vilt ekki nota tilbúin efni á garðinn þá er líka hægt að nota góða hrífu til að fjarlægja efsta lagið. Þá getur loft og sól leikið um garðinn en það er nauðsynlegt ef gras á að geta sprottið. Þegar búið er að nota hrífuna er rétt að strá grasfræjum yfir garðinn.

Ef þig dreymir um þéttvaxið grænt gras þá þarftu að muna að bera áburð á reglulega. Þegar þú hefur fjarlægt það mesta af mosanum skaltu bera á garðinn. Ef þú berð á þrisvar sinnum yfir sumarið fær grasið góða næringu og þannig styrkist það í baráttunni við mosann.

Til að styrkja grasið skaltu slá garðinn reglulega. Mælir Hemmingsson með að slegið sé að minnsta kosti einu sinni í viku yfir hásumarið. Það geri grasið þéttara og sterkara og skili sér í baráttunni við mosann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt mál hefur sett smábæ á hliðina – Fógetinn myrti dómarann um hábjartan dag og enginn veit hvers vegna

Dularfullt mál hefur sett smábæ á hliðina – Fógetinn myrti dómarann um hábjartan dag og enginn veit hvers vegna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta þótti lagaprófessor í Harvard mest sláandi við Trump-skjölin – „Bara toppurinn á hrikalega stórum og skuggalegum ísjaka“ 

Þetta þótti lagaprófessor í Harvard mest sláandi við Trump-skjölin – „Bara toppurinn á hrikalega stórum og skuggalegum ísjaka“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Finnar skila pöndum til Kína – Of dýrt að hafa þær

Finnar skila pöndum til Kína – Of dýrt að hafa þær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Boris Johnson segir að COVID hafi átt upptök í kínverskri rannsóknarstofu

Boris Johnson segir að COVID hafi átt upptök í kínverskri rannsóknarstofu