fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Íþróttafréttamaður handtekinn fyrir að nauðga barni

Ritstjórn Pressunnar
Sunnudaginn 19. maí 2024 19:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttafréttamaður í Bretlandi var nýlega handtekinn en hann hefur verið ásakaður um að nauðga stúlku oftar en einu sinni en hún er sögð hafa verið undir 10 ára aldri þegar brotin áttu sér stað.

Sunnudagsútgáfa The Sun greinir frá. Ekki er hægt að greina frá nafni mannsins af lagalegum ástæðum en The Sun segir hann vera vel þekktan í Bretlandi og um að sé að ræða íþróttafréttamann sem starfi í sjónvarpi og sé því kunnur sjónvarpsáhorfendum þar í landi.

Maðurinn sem er sagður giftur var handtekinn klukkan 4 að morgni og í kjölfarið fór fram húsleit á heimili hans sem er í suðurhluta Englands. The Sun greinir hins vegar ekki frá hvaða dag handtakan átti sér stað.

Íþróttafréttamaðurinn var fluttur á lögreglustöð og yfirheyrður. Hann var í haldi í alls 18 klukkustundir áður en hann var látinn laus gegn tryggingu. Á meðan hann var í haldi lagði lögreglan hald á tölvur og skjöl á heimili hans sem verða rannsökuð nánar.

Ekki kemur fram hversu langt er síðan að meintar nauðganir áttu sér stað en maðurinn mun þá hafa verið starfandi sem íþróttafréttamaður í sjónvarpi. Yfirmenn hans eru sagðir vita af ásökununum í hans garð en óljóst er hvort það á einnig við um samstarfsfólk íþróttafréttamannsins.

Óljóst er hversu gömul stúlkan, sem íþróttafréttamaðurinn er sakaður um að nauðga, er núna en meintar nauðganir munu hafa verið tilkynntar til lögreglu nýlega og tekin var skýrsla af stúlkunni af sérhæfðum lögreglumönnum og fór skýrslutakan fram á stað sem er sérstaklega ætlaður fyrir slíkt.

Eins og áður segir getur The Sun ekki greint frá nafni íþróttafréttamannsins en segir um sögulegar (e. historical) ásakanir að ræða.

Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tekinn af lífi á afmælinu sínu

Tekinn af lífi á afmælinu sínu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skelfilegt val móður – „Ég varð að velja hvorum syni mínum ég vildi bjarga“

Skelfilegt val móður – „Ég varð að velja hvorum syni mínum ég vildi bjarga“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þessar matvörur skemma svefninn fyrir þér

Þessar matvörur skemma svefninn fyrir þér