fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Stakk vinkonu sína 500 sinnum

Pressan
Þriðjudaginn 14. maí 2024 07:30

Kailie Brackett. Mynd:WASHINGTON COUNTY JAIL

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í apríl 2022 var Kim Neptune, 43 ára, stungin til bana. Morðinginn dró ekki af sér því Kim var stungin tæplega 500 sinnum. Í síðustu viku var Kailie A. Brackett dæmd í 55 ára fangelsi fyrir morðið en hún og Kim höfðu verið vinkonur árum saman.

Í yfirlýsingu frá Kailie neitar hún sök og segir að morðingi eða morðingjar Kim gangi hugsanlega lausir. Kailie, sem er 39 ára, segir í yfirlýsingunni að hún hafi ekki komið nálægt morðinu.

Kim fannst látin á heimili sínu í Maine í Bandaríkjunum. Hún hafði verið stungin 484 sinnum. Líkið var vafið inn í teppi þegar lögreglan kom á vettvang. Það var bróðir hennar sem kom að henni látinni.

Karlmaður að nafni Donnell Dana var einnig ákærður fyrir morðið en kviðdómur gat ekki komist að niðurstöðu um sekt hans þegar málið var tekið fyrir dóm í desember á síðasta ári. Hann játaði síðar að hafa hindrað framgang réttvísinnar með því að hafa falið sönnunargögn.

Donnel og Kailie eiga barn saman og hafa búið saman síðan 2021 að sögn Portland Press Herald.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?