fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Pressan

Kínverski rafbíllinn sem gerir aðra bílaframleiðendur skíthrædda

Pressan
Þriðjudaginn 14. maí 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lítill og hræódýr rafbíll sem framleiddur er í Kína virðist vera að hrista verulega upp í hinum alþjóðlega bílamarkaði. Bíllinn sem um ræðir heitir Seagull (Í. Máfurinn) og er framleiddur af kínverska fyrirtækinu BYD.

Það er kannski ekki bíllinn sem slíkur sem vekur ótta hjá samkeppnisaðilum, til dæmis í Bandaríkjunum, heldur er það verðið sem aðrir framleiðendur geta illa keppt við.

Nýr bíll kostar 12.000 dollara, tæplega 1,7 milljónir króna, og er bíllinn sagður ágætur til síns brúks með drægni upp á allt að 400 kílómetra. Einnig er hægt að fá ódýrari týpu með minni drægni og kostar nýr slíkur bíll um 10.000 dollara, 1,4 milljónir króna.

Í umfjöllun AP er bent á að sambærilegir bílar í Bandaríkjunum kosti allt að þrisvar sinnum meira og hefur þetta þegar valdið titringi í Bandaríkjunum.

Búist er við því að bandarísk yfirvöld setji jafnvel strax í dag ofurtoll á rafbíla sem fluttir eru til landsins frá Kína til að vernda bandarískan iðnað. Mun þetta væntanlega gera það að verkum að Seagull-bílarnir koma ekki til Bandaríkjanna strax að minnsta kosti.

„Þau fyrirtæki sem veita þeim (BYD) ekki athygli sem verðugur samkeppnisaðili mun verða undir í samkeppninni,“ segir Sam Fiorani, varaforseti AutoForecast Solutions. Sam telur að það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær BYD kemst inn á bandarískan markað.

Hagsmunasamtökin Alliance for American Manufacturing hafa gengið svo langt að segja að kínverskir rafbílar geti gengið að bandarískum bílaiðnaði dauðum. Þeir sem starfa í bílaiðnaði hafa einnig áhyggjur og sagði Elon Musk, stofnandi Tesla, fyrr á þessu ári að kínverskir rafbílar væru það góðir að án viðskiptahindrana muni þeir slátra samkeppninni við nær alla aðra bílaframleiðendur í heiminum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ég veit ekki hvernig hann lifði þetta af, aumingja maðurinn“

„Ég veit ekki hvernig hann lifði þetta af, aumingja maðurinn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessa hluti nota flestir á rangan hátt

Þessa hluti nota flestir á rangan hátt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessar tilfinningar stytta lífið

Þessar tilfinningar stytta lífið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega