fbpx
Miðvikudagur 08.janúar 2025
Pressan

Stóð fyrir fjölda limlestinga og græddi stórfé á því að sýna myndbönd af þeim á netinu

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 10. maí 2024 22:11

Marius Gustavson árið 2014 áður en hann hóf rekstur vefsíðu sem sýndi limlestingar. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norskur ríkisborgari hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Bretlandi, með möguleika á reynslulausn eftir 22 ár, fyrir að hafa rekið glæpahring sem gekk út á að gera algjörlega ónauðsynlegar skurðaðgerðir á fólki sem vart má lýsa öðruvísi en sem hreinum limlestingum, en meðal annars var um að ræða geldingar, og sýna frá þeim í netheimum.

Sky News fjallar um málið og varað er við lýsingum sem fylgja hér á eftir.

Maðurinn heitir Marius Gustavson. Hann er 46 ára og hafði lifibrauð af rekstri vefsíðu þar sem sjá mátti myndbönd af fólki með enga sérfræðimenntun gera algjörlega ónauðsynlegar og í flestum tilfellum hættulegar skurðaðgerðir á öðru fólki.

Gustavson er sagður hafa grætt 200.000 pund (um 35 milljónir íslenskra króna) á vefsíðunni eunuchmaker.com en þegar mest var voru 22.841 einstaklingar sem keyptu sér aðgang að myndefninu á síðunni.

Hann auglýsti síðuna og þar mátti meðal annars sjá geldingar á karlmönnum og frystingar á útlimum. Hægt var að kaupa myndbönd af einstökum limlestingum eða ársáskrift sem kostaði 100 pund (rúmlega 17.500 íslenskar krónur).

Gustavson er sagður hafa verið æðsti stjórnandinn í þessu öllu en hann lét sjálfur skera typpið af sér, efsti hluti annarrar geirvörtu hans var skorinn burt og annar fótleggur hans var frystur með þeim afleiðingum að það þurfti að fjarlægja hann.

Gustavson fékk aðra með sams konar kenndir til að aðstoða sig við að reka síðuna og búa til myndefni fyrir hana.

Eftir að hann missti fótlegginn fékk hann greiddar örorkubætur frá breska ríkinu og þarf nú að fara ferða sinna í hjólastól.

Fyrir dómi í London var meðal annars greint frá því að ýmsir líkamshlutar þar á meðal eistu af karlmönnum hefðu fundist í frysti á heimili Gustavson en typpið af honum sjálfum fannst í skúffu en þá voru fjögur ár liðin frá því að það var skorið af honum.

„Viðbjóðslegt athæfi“

Dómarinn í málinu sagði fyrir dómi að eflaust gætu margir tekið undir að athæfi Gustavson væri „viðbjóðslegt.“ Umræddar aðgerðir hefðu verið gerðar með hnífum og skurðarhnífum. Þær hefðu haft varanlegar afleiðingar í för með sér fyrir fólkið sem þær voru gerðar á og að í flestum tilfellum þurfi viðkomandi á mikilli aðstoð heilbrigðisstarfsfólks að halda það sem eftir er ævinnar.

Dómarinn sagði að líkamshlutarnir í frystinum ættu greinilega að vera verðlaunagripir. Það væri enginn vafi á því að Gustavson væri heilinn á bak við vefsíðuna og gerð myndbandanna. Þetta hafi hann gert bæði til að græða peninga og til að öðlast kynferðislega fullnægju.

Saksóknari í málinu sagði það einnig ljóst að það væru beinar sannanir fyrir mannáti í málinu en fundist hefðu myndir í síma Gustavson þar sjá hafi mátt hann elda sér eistu í hádegismat.

Gustavson játaði að hafa gerst sekur um að valda miklum líkamlegum skaða á fórnarlömbum sínum en hann tók sjálfur þátt í 30 aðgerðum á árunum 2016-2022.

Hann játaði einnig að hafa í vörslu sinni ósæmilegt myndefni af barni og að hafa dreift slíku myndefni. Sömuleiðis játaði hann að hafa í vörslu sinni afar gróft klám.

Eins konar sértúarsöfnuður

Níu aðrir menn hafa játað að hafa tekið þátt í glæpahring Gustavson en málið komst upp þegar fórnarlamb, karlmaður, sneri sér til lögreglunnar og sagðist hafa verið gabbaður til að gangast undir aðgerð á meðan hann var undir áhrifum lyfja.

Fórnarlambið sagði að Gustavson hefði byggt upp sams konar anda í kringum sig og ríkti í sértrúarsöfnuðum og stemmningin í hópnum hefði verið afskaplega heillandi.

Saksóknari sagði umfang málsins fordæmalaust og dómarinn sagði að í raun hefði verið um slátrun á manneskjum að ræða.

Aðgerðirnar eða réttara sagt limlestingarnar voru gerðar á heimili Gustavson í norðurhluta London, leiguíbúðum eða hótelum en fórnarlömbunum, þar á meðal 16 ára dreng, var lofað hlutdeild í tekjum af sölu myndbandanna.

Öll fórnarlömbin voru karlmenn en margir þeirra veittu samþykki sitt en hinir ákærðu munu hafa bæði hafa haft gróða og fullnægingu kynferðislegra hvata sinna sem leiðarljós í gjörðum sínum.

„Arkitekt eigin líkama“

Verjandi Gustavson sagði fyrir dómi að Gustavson hefði frá því að áður en hann varð kynþroska þráð að verða „arkitekt eigin líkama“ en það hafi verið áður en geðsjúkdómurinn sem Gustavson þjáist af hafi verið uppgötvaður. Á ensku nefnist sjúkdómurinn „body integrity dysphoria“ og lýsir sér meðal annars í sterkri þrá eftir því að missa líkamshluta eða verða lamaður.

Eftir að hjónaband hans hafi farið út um þúfur hafi það ýtt Gustavson út í að gera slíkar breytingar á líkama sínum og í kjölfarið á öðrum. Aðgerðirnar hafi valdeflt hann og umbjóðandi hans hafi viljað hjálpa öðrum sem hafi verið fastir í líkama sem þeir vildu breyta.

Sagði lögmaðurinn aðgerðirnar sem Gustavson og samstarfsmenn hans gerðu svipa til kynleiðréttingaraðgerða á transfólki en í þessum tilfellum væri um að ræða fólk sem vildi vera kynlaust eða af hlutlausu kyni. Athæfi sem ýmsum kynni að þykja viðbjóðslegt væri gjald sem aðrir þyrftu að greiða fyrir að verða hamingjusamir.

Níu aðrir einstaklingar hafa hlotið fangelsisdóma, á bilinu 2-12 ár, vegna málsins. Meðal þeirra eru dýralæknanemi, fyrrum starfsmaður við umönnun og efnafræðingur á eftirlaunum. Flestir þeirra eru breskir ríkisborgarar en einn er þó með rúmenskt ríkisfang og annar með þýskt. Eins og Gustavson játuðu allir níu að hafa gerst sekir um að valda miklum líkamlegum skaða

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

10 ára gömul ráðgáta er aftur til skoðunar – Engin greiðsla ef ekkert finnst

10 ára gömul ráðgáta er aftur til skoðunar – Engin greiðsla ef ekkert finnst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjónin fundust myrt og sundurhlutuð – Minnisbókin afhjúpaði skelfilegan sannleikann

Hjónin fundust myrt og sundurhlutuð – Minnisbókin afhjúpaði skelfilegan sannleikann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hugsun þín er ekki hraðari en þráðlausa netið þitt

Hugsun þín er ekki hraðari en þráðlausa netið þitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir segir að þessar fæðutegundir bæti einbeitinguna og heilastarfsemina

Læknir segir að þessar fæðutegundir bæti einbeitinguna og heilastarfsemina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli