fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Pressan

Sumir af spádómum Baba Vanga fyrir 2024 hafa nú þegar ræst

Pressan
Mánudaginn 8. apríl 2024 04:06

Baba Vanga hefur verið kölluð Nostradamus Balkan-landanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spádómar af ýmsu tagi eru settir fram af margskonar fólki. Þessir spádómar eru oft umdeildir sem og spámennirnir sjálfir. En hvað sem því líður, þá vekja slíkir spádómar oft athygli.

Einn af þekktari spámönnum síðari tíma er hin blinda Baba Vanga sem bjó í Búlgaríu. Hún er sögð hafa spáð fyrir um marga stóra atburði en því er ekki að neita að margir hafa efasemdir um þetta.

Baba missti sjónin á öðrum áratug síðustu aldar. Í kjölfarið byrjaði hún að sjá sýnir um framtíðina. En vendipunkturinn á ferli hennar sem sjáanda var á tíma síðari heimsstyrjaldarinnar þegar hún gat sér gott orðspor fyrir spádóma.

Baba er sögð hafa spáð fyrir upplausn Sovétríkjanna, dauða Jósefs Stalíns, hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 sem og eigið andlát.

Hún lést fyrir 27 árum en það kemur ekki í veg fyrir að hún á sér enn marga aðdáendur.

Meðal spádóma hennar fyrir árið 2024 eru að sögn að mannkynið muni komast í samband við vitsmunaverur frá öðrum plánetum, að dagar Vladímír Pútíns séu taldir, hryðjuverkaárásir í Evrópu, stóra efnahagskreppu, tæknibyltingu, aukningu tölvuárása og tímamóta í læknavísindum.

Nú eru rúmir þrír mánuðir liðnir af árinu og hafa sumir af spádómum hennar nú þegar ræst að margra mati.

Í umfjöllun The Independent um málið kemur fram að Baba hafi spáð fyrir um tímamót í læknavísindum og sú spá hafi ræst því nú sé hægt að beita nýjum aðferðum í glímunni við Alzheimers og krabbamein. Einnig sé verið að vinna að þróun bóluefnis sem veiti vernd gegn Alzheimers. Einnig hafi vísindamenn þróað nýtt lyf sem gagnast gegn illvígum formum krabbameins.

Hvað varðar hryðjuverkaárásir þá er Baba sögð hafa spáð því að þeim muni fjölga á þessu ári. Skemmst er að minnast árásar íslamskra öfgamanna á tónleikagesti í Moskvu í mars en þar létust 110 manns.

Hvað varðar efnahagsmálin þá benda aðdáendur Baba á að bæði Bretland og Japan glími nú við efnahagsörðugleika. Gengi jensins er í sögulegu lágmarki gagnvart Bandaríkjadal.

Tölvuárásum fjölgar í sífellu og eru eðlilegur hluti af starfsemi stórfyrirtækja um allan heim sem þurfa að vera á tánum til að verjast þeim. Margar tölvuárásir hafa tekist það sem af er ári og Baba sagði að sögn að aðferðir tölvuþrjóta verði sífellt þróaðri og betri og að þeir muni byrja að gera fleiri árásir á innviði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því
Pressan
Í gær

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera