fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Vilja stofna íslamskt ríki í Þýskalandi:  „Kalífadæmi er lausnin“

Pressan
Þriðjudaginn 30. apríl 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á annað þúsund mótmælenda kom saman í þýsku borginni Hamborg um helgina þar sem kallað var eftir stofnun íslamsks ríkis í Þýskalandi. „Kalífadæmi er lausnin,“ stóð meðal annars á skiltum sem mótmælendur báru.

Það voru samtökin Muslim Interaktiv sem skipulögðu mótmælin en í umfjöllun New York Post kemur fram að umrædd samtök séu umdeild og til rannsóknar hjá yfirvöldum í Hamborg vegna öfgahyggju.

Leiðtogi samtakanna, Joe Adade Boateng, sagði á mótmælafundinum að Þýskaland þurfi á „réttlátu kalífadæmi“ að halda til að leiðrétta þær rangfærslur sem birst hafa um hin ýmsu samtök múslima í þýskum fjölmiðlum á undanförnum misserum.

Þýska blaðið Die Welt hefur eftir lögreglunni í Hamburg að 1.100 einstaklingar hafi tekið þátt í mótmælunum um helgina.

Muslim Interaktiv-samtökunum hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum mánuðum, sérstaklega á samfélagsmiðlum eins og TikTok, þar sem fylgjendum hefur fjölgað mikið að undanförnu. Hafa samtökin meðal annars gagnrýnt þýsk yfirvöld fyrir að styðja stjórnvöld í Ísrael í þeim hörmungum sem ríkt hafa á Gaza undanfarna mánuði.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Muslim Interaktiv standa fyrir fjöldasamkomum í Þýskalandi. Hátt í fjögur þúsund manns komu saman í Hamburg í febrúar á síðasta ári til að mótmæla kóranbrennum í Svíþjóð og þá stóðu samtökin einnig fyrir mótmælum eftir innrás Ísraela á Gaza þann 7. október í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“