fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Vilja stofna íslamskt ríki í Þýskalandi:  „Kalífadæmi er lausnin“

Pressan
Þriðjudaginn 30. apríl 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á annað þúsund mótmælenda kom saman í þýsku borginni Hamborg um helgina þar sem kallað var eftir stofnun íslamsks ríkis í Þýskalandi. „Kalífadæmi er lausnin,“ stóð meðal annars á skiltum sem mótmælendur báru.

Það voru samtökin Muslim Interaktiv sem skipulögðu mótmælin en í umfjöllun New York Post kemur fram að umrædd samtök séu umdeild og til rannsóknar hjá yfirvöldum í Hamborg vegna öfgahyggju.

Leiðtogi samtakanna, Joe Adade Boateng, sagði á mótmælafundinum að Þýskaland þurfi á „réttlátu kalífadæmi“ að halda til að leiðrétta þær rangfærslur sem birst hafa um hin ýmsu samtök múslima í þýskum fjölmiðlum á undanförnum misserum.

Þýska blaðið Die Welt hefur eftir lögreglunni í Hamburg að 1.100 einstaklingar hafi tekið þátt í mótmælunum um helgina.

Muslim Interaktiv-samtökunum hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum mánuðum, sérstaklega á samfélagsmiðlum eins og TikTok, þar sem fylgjendum hefur fjölgað mikið að undanförnu. Hafa samtökin meðal annars gagnrýnt þýsk yfirvöld fyrir að styðja stjórnvöld í Ísrael í þeim hörmungum sem ríkt hafa á Gaza undanfarna mánuði.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Muslim Interaktiv standa fyrir fjöldasamkomum í Þýskalandi. Hátt í fjögur þúsund manns komu saman í Hamburg í febrúar á síðasta ári til að mótmæla kóranbrennum í Svíþjóð og þá stóðu samtökin einnig fyrir mótmælum eftir innrás Ísraela á Gaza þann 7. október í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár