fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Myndband sýnir vel skelfilegan kraft jarðskjálftans á Taiwan

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 3. apríl 2024 12:30

Skjáskot/X

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og greint hefur verið frá reið jarðskjálfti yfir Taiwan í nótt, að íslenskum tíma, um klukkan 8 að morgni að staðartíma. Skjálftinn er sagður hafa verið á bilinu 7,2-7,7 að stærð. Um 700 manns hafa slasast og að minnsta kosti 7 manns hafa látist. Íslenska utanríkisráðuneytið hefur beitn þeim tilmælum til Íslendinga á Taiwan að láta aðstandendur vita af sér og hafa samband við borgaraþjónustu ráðuneytisins ef þeir þarfnast aðstoðar.

Á myndbandi sem birt er í frétt fjölmiðilsins Unilad um skjálftan og fengið er af X-síðu annars fjölmiðils, BNO news, má glöggt sjá hvílíkur ógnarkraftur var í skjálftanum. Myndbandið er fengið úr myndavél í mælaborði bíls sem var á ferð þegar ósköpin dundu yfir. Í myndbandinu má sjá veginn og nærstadda bíla, þar á meðal rútu, hristast af miklum krafti.

Í umfjöllun Unilad kemur fram að skjálftin hafi átt upptök sín á austurhluta Taiwan. Þetta er stærsti jarðskjálfti sem riðið hefur yfir eyjuna síðan 1999 þegar jarðskjálfti, sem mældist 7,6 að stærð, varð til þess að 2.400 manns létust og 10.000 manns slösuðust.

Þó nokkrar byggingar eru sagðar hafa hrunið í skjálftanum sem reið yfir í morgun. Á myndbandinu má sjá að hann stóð yfir í rúma hálfa mínútu.

Kona nokkur, íbúi í höfuðborginni Taipei, segist vera vön jarðskjálftum en þessi hafi verið öðruvísi. Í fyrsta sinn hafi hún grátið af hræðslu vegna jarðskjálfta.

Konan segist aldrei hafa fundið jafn mikinn hristing og íbúð hennar, sem er á 5. hæð, hafi hrists af gífurlegum krafti.

Bjarga hefur þurft fjölda manns úr hrundum byggingum og fólk og farartæki eru sögð föst í jarðgöngum en björgunaraðgerðir standa  nú yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni