Elon Musk segir að áströlsk yfirvöld stundi ritskoðun en forsætisráðherra Ástralíu, Anthony Albanese, segir að Musk sé „hrokafullur milljarðamæringur.“
Ástralska stofnunin eSafety Commission ákvað á dögunum að takmarka aðgang fólks að myndbandinu á samfélagsmiðlum. Albanese segir að langflest samfélagsmiðlafyrirtæki hafi orðið við beiðni ástralskra yfirvalda um að loka fyrir myndbandið en það hafi X ekki gert.
Var því brugðið á það ráð að fá lögbann á myndbandið sem gekk eftir og er það í gildi til miðvikudags. Þegar það rennur út verður reynt að fá það bannað varanlega.
Musk brást við á X með færslu þar sem hann þakkaði ástralska forsætisráðherranum fyrir að undirstrika það að X væri eini samfélagsmiðillinn sem segði sannleikann.
Alabanese brást við ummælum Musks í sjónvarpsviðtali þegar hann sagði meðal annars:
„Við reynum að gera það sem nauðsynlegt er til að eiga við þennan hrokafulla milljarðamæring sem telur sig hafinn yfir lög og siðferði. Það að hann sé reiðubúinn að fara fyrir dómstóla til að fá að sýna ofbeldisfullt myndband sýnir vel hversu taktlaus Elon Musk er.“