fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás

Pressan
Sunnudaginn 21. apríl 2024 09:30

Betelgás. Mynd:NASA/ESA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Betelgás er risastór stjarna sem gæti verið við það að springa. Það hefur vakið athygli að snúningshraði hennar hefur stundum virst mun meiri en hann ætti að vera. En nú telja vísindamenn sig hafa fundið hugsanlega skýringu á þessu.

Live Science segir að í nýrri rannsókn komi fram að skýringin á þessum mikla snúningshraða geti einfaldlega verið sjónblekking vegna „sjóðandi yfirborðs“ stjörnunnar.

Betelgás er risastór, deyjandi stjarna. Hún er um 1.000 sinnum massífari en sólin okkar og er ein stærsta þekkta stjarnan í alheiminum. Til að setja þetta í samhengi getum við ímyndað okkur að við skiptum á Betelgás og sólinni og setjum stjörnurnar á stað hinnar. Betelgás er svo stór að hún myndi ná út fyrir braut Júpíters um sólina og þar með gleypa Júpíter, jörðina, Mars, Merkúr og Venus.

Þessi mikla stærð gerir að verkum að Betelgás er ein bjartasta stjarnan á næturhimninum og það er auðveldlega hægt að sjá hana með berum augum þar sem hún er í stjörnumerkinu Óríon.

Betelgás er aðeins um 10 milljón ára gömul og er því á barnsaldri miðað við stjörnur á borð við sólina sem er rúmlega 4,6 milljarða ára gömul.

En þrátt fyrir ungan aldur er Betelgás á lokametrum lífsins. Hún hefur brennt mestu af vetnisbirgðum sínu því hún er svo miklu massífari og heitari en aðrar stjörnur.

Þegar hún verður að lokum eldsneytislaus, sem gæti gerst á næstu árþúsundum eða jafnvel á æviskeiði þeirra sem lesta þetta árið 2024, mun hún springa og skína jafn skært og fullt tungl á himninum vikum saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?