fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Fimm ótrúleg mál – Mannránin sem gleymast aldrei

Pressan
Sunnudaginn 14. apríl 2024 22:00

Natascha Kampusch var rænt þegar hún var tíu ára. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árlega er saklausu fólki, fullorðnum og börnum, rænt og sumir finnast aldrei aftur. En sem betur fer koma sumir aftur í leitirnar. Hér verður fjallað um fimm mannránsmál sem vöktu mikla athygli og munu líklega aldrei gleymast.

Amanda Berry, Michelle Knight og Gina DeJesus

Frá ágúst 2002 fram í apríl 2004 var Amanda Berry, 16 ára, Michelle Knight, 21 árs, og Gina DeJesus, 14 ára, rænt í Cleveland í Ohio. Mannræninginn var Ariel Castro, strætisvagnastjóri, sem rændi þeim og hélt föngnum. Í heilan áratug nauðgaði hann þeim, pyntaði og svelti.

Berry eignaðist barn með honum og sagði hún síðar að það hafi aðeins verið ást hennar á barninu og vonin sem héldu henni á lífi.

Amanda Berry, Michelle Knight og Gina DeJesus. Skjáskot/ABC News 

 

 

 

 

 

Algjör tilviljun réði því að konurnar fengu frelsi. Dag einn uppgötvaði Berry að Castro hafði gleymt að læsa útidyrunum. „Hjarta mitt fór strax að hamast því ég hugsaði með mér . . . á ég að taka sénsinn? Ef ég átti að gera eitthvað þá varð það að vera núna,“ sagði hún síðar.

Hún hljóp yfir götuna, inn til nágrannans og hringdi í neyðarlínuna: „Halló, lögreglan, hjálpið mér! Ég er Amanda Berry! Ég hef þörf fyrir lögregluna. Mér var rænt og hef verið týnd í 10 ár. En hér er ég og ég er frjáls!“

10 ára martröð þeirra var þar með á enda. Í ágúst 2013 var Castro dæmdur í ævilangt fangelsi og 1.000 ára fangelsi að auki. Hann játaði sök varðandi 937 ákæruatriði varðandi nauðganir og mannráns. Mánuði eftir dómsuppkvaðninguna fannst hann látinn í fangaklefa sínum. Hann hafði hengt sig.

Jayme Closs

Eitt af umtöluðust mannráns- og morðmálum síðustu ára er mál Jayme Close. Það hófst þann 15. október 2018 þegar neyðarlínunni í Wisconin barst símtal frá heimili hennar. Ekkert var sagt í símann og það þótti svo dularfullt að lögreglumenn voru sendir á vettvang. Í húsinu fundu þeir foreldra Jayme, þau Denise og James Closs látin. Þau höfðu verið skotin til bana. En Jayme var hvergi sjáanleg.

Lögregluna grunaði strax að henni hefði verið rænt en það liðu 88 dagar þar til hún losnaði úr prísundinni. Þá sá maður, sem var að viðra hundinn sinn, hana á akri í um 100 kílómetra fjarlægð frá heimili hennar.

Jayme Closs.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mannræninginn og morðinginn, Jake Patterson, var dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn fyrir morðin. Þessu til viðbótar var hann dæmdur í 40 ára fangelsi fyrir að hafa rænt Jayme.

Natascha Kampusch

Natascha Kampusch var nýorðin tíu ára þegar henni var rænt þann 2. mars 1998 þegar hún var á leið í skóla í Vín í Austurríki. Þá togaði hinn 35 ára Wolfgang Priklopil hana inn í hvítan sendibíl. Hann hafði undirbúið þetta vel og hafði smíðað hljóðeinangrað rými í kjallaranum sínum. Þar geymdi hann Natascha næstu átta árin.

Fyrstu árin kom hann fram við hana eins og barn, gaf henni gjafir og svæfði. En þegar hún komst á kynþroskaaldurinn breyttist þetta en þá byrjaði hann að níðast á henni kynferðislega og beita hana öðru ofbeldi. Hann byrjaði einnig að svelta hana.

Natascha Kampusch var rænt þegar hún var tíu ára. Mynd: Getty Images

Martröð hennar lauk ekki fyrr en 23. ágúst 2006 þegar henni tókst að flýja eftir að Priklopil hafði gleymt sér. Hann framdi sjálfsvíg í framhaldi af því.

Natascha hefur skrifað tvær bækur um líf sitt á meðan henni var haldið fanginni og kvikmynd hefur verið gerð um málið. Hún keypti einnig húsið þar sem henni var haldið fanginni.

Elizabeth Smart

Þann 5. júní 2002 var Elizabeth Smart, 14 ára, rænt frá heimili sínu í Salt Lake City í Bandaríkjunum. Hún var í fastasvefni þegar maður kom inn í herbergið hennar, vakti hana og hótaði að vinna henni mein ef hún léti heyra í sér.

Þetta var Brian David Mitchell. Hann fór með Elizabeth heim til sín en þar beið eiginkona hans, Wanda Barzee.

Mikil leit var gerð að Elizabeth Smart.

 

 

 

 

 

 

 

Brian var sannfærður um að hann væri spámaður og hafði því skírt sjálfan sig Immanuel. Hann setti brúðkaup á svið þar sem hann kvæntist Elizabeth og síðan nauðgaði hann henni. Nauðganirnar héldu áfram næstu níu mánuðina. Hjónin deyfðu hana einnig og neyddu mikið magn áfengis ofan í hana. Stundum var hún bundin við tré og neitað um mat.

Þann 12. mars 2003 tókst lögreglunni loks að finnaElizabethog frelsa.

Brian var dæmdur í ævilangt fangelsi en Wanda í 15 ára fangelsi.

Jaycee Lee Dugard

Þann 10. júní 1991 var Jaycee Lee Dugard rænt við biðstöð strætisvagna í Lake Tahoe í Kaliforníu þegar hún var á leið í skóla. Hún var í uppáhaldspeysunni sinni og með fiðrildahring, sem móðir hennar hafði gefið henni, á fingri. Hún var 11 ára.

Það var Phillip Garrido sem var að verki. Hann notaði rafbyssu á hana og ók síðan á brott með hana. Næstu 18 árin var Jaycee innilokuð heima hjá Phillip og eiginkonu hans, Nancy. Henni var margoft nauðgað og ári eftir að henni var rænt varð hún barnshafandi.

„Ég vissi ekki að ég væri að eignast barn en ég fékk að sjá hana. Hún var falleg. Mér fannst eins og nú yrði ég aldrei alein aftur. Ég var með eitthvað sem ég átti og ég vissi að ég myndi aldrei láta neitt koma fyrir hana,“ sagði Jaycee síðar. Hún eignaðist síðan annað barn.

Jaycee . Mynd:Lögreglan

Í öll þessi 18 ár gætti hún hringsins frá móður sinni vel. „Ég vildi svo gjarnan hitta hana aftur. Ég grét á hverjum degi. Það var erfiðast þegar ég hugsaði um hana og ímyndaði mér hvað hún væri að gera, síðan reyndi ég að sannfæra sjálfa mig um að henni liði betur án mín,“ sagði hún síðar.

Það komst upp um mannránið og Jaycee fékk frelsi sitt þegar Phillip mætti til skilorðsfulltrúa síns árið 2009 og með honum í för voru Jaycee og tvær dætur hennar. Skilorðsfulltrúanum fannst þetta eitthvað undarlegt og komst þá upp um Phillip. Hann var dæmdur í 431 árs fangelsi og Nancy í 36 ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“