Enginn var þó duglegri á síðasta ári en Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York, en hann lét þrjá milljarða Bandaríkjadala, 413 milljarða króna á núverandi gengi, af hendi í þágu góðgerðarmála á síðasta ári.
Bloomberg trónir á toppi lista sem Chronichle of Philantrophy gefur út á ári hverju en þar birtast nöfn þeirra 50 einstaklinga sem gáfu mest til góðgerðarmála, samtaka og stofnana sem starfa ekki í hagnaðarskyni.
Bloomberg var í raun í langefsta sæti á listnaum því á eftir honum í 2. sætinu komu hjónin Phil Knight og Penny, en Phil er þekktastur fyrir að vera meðstofnandi Nike-íþróttavöruveldisins. Létu þau 1,24 milljarða dala af hendi rakna. Fór stór hluti upphæðarinnar til Oregon-háskóla og til verkefnis til að minnka fátækt í Portland í Oregon-ríki.
Í fyrsta skipti birtast Bill Gates og hans fyrrverandi eiginkona, Melinda, í sitt hvoru lagi á listanum. Hún er í 9. sæti en hann í 16. sæti. Þá vekur athygli að aðeins 23 Bandaríkjamenn á lista Forbes yfir þá 400 ríkustu gáfu nóg til að komast á þennan 50 manna lista. Fjórir á listanum eru ekki enn orðnir fertugir, þeirra yngstur er fasteignamógúllinn Jeff Sobrato sem er 34 ára.