fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Pressan

Keyptu draumahúsið en geta ekki flutt inn – „Þetta er algjör martröð“

Pressan
Þriðjudaginn 5. mars 2024 04:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í október á síðasta ári keyptu hjónin Susana og Joseph Landa, sem eru bæði 68 ára, sér draumahúsið sitt í rólegu hverfi í Douglaston í New York borg. En þau fengu óvæntan „glaðning“ með húsinu.

„Glaðningurinn“ er hinn 32 ára Brett Flores sem þvertekur fyrir að flytja út úr húsinu og skiptir þá engu að Landa-hjónin hafa keypt það. Ástæðan fyrir þvermóðsku hans er að í New York eru lög í gildi sem kveða á um að ekki sé hægt að henda „hústökufólki“ út ef það hefur búið í húsinu eða íbúðinni í meira en 30 daga. Af þeim sökum geta hjónin ekki losnað við Flores.

Hjónin segja að sú staða sem er uppi sé hrein martröð að sögn New York Post.

Þau greiddu tvær milljónir dollara fyrir húsið en það svarar til um 280 milljóna íslenskra króna.

Hjónin hafði hlakkað til að flytja inn í húsið og njóta síðustu æviáranna þar ásamt syni sínum, Alex, sem er þroskaheftur. Húsið er nærri heimili hins sonar þeirra og það skipti þau miklu máli því þá hefur Alex alltaf ættingja nálægt. „Ég vil bara vita að ég get dáið á morgun og Alex er nálægt bróður sínum,“ sagði Susana Landa í samtali við New York Post.

Brett Flores var ráðinn af fyrri eiganda hússins til að sinna starfi húsvarðar. Þegar eigandinn lést í ársbyrjun 2023 bjó Flores áfram í húsinu og segist hafa heimild til að búa þar. Hann hefur meira að segja leigt herbergi í húsinu út til karla, kvenna, para, fjölskyldna og námsmanna sem hafa leitað að leiguhúsnæði.

Landa-hjónin hafa reynt ýmisleg til að losna við Flores og hafa dregið hann fimm sinnum fyrir dóm en án þess að hafa náð þeim árangri sem þau vildu. En þau hafa ekki gefist upp og hafa nú stefnt honum fyrir sérstakan leigurétt í þeirri von að geta látið bera hann út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því
Pressan
Í gær

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera