fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Bandarískt fyrirtæki telur sig vita hvar MH-370 hrapaði í sjóinn

Pressan
Mánudaginn 4. mars 2024 15:30

MH370 hvarf með 239 manns um borð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo gæti farið að leit að flaki farþegaþotu Malaysia Airlines, MH-370, sem hvarf þann 8. mars 2014,  muni hefjast brátt að nýju. Malasísk yfirvöld tilkynntu þetta í gær.

Hvarf þotunnar hefur verið sveipað mikilli dulúð og hefur ýmsum kenningum verið varpað fram. Vélin hvarf 40 mínútum eftir flugtak frá Kuala Lumpur í Malasíu og má telja víst að hún hafi hrapað í sjóinn og að allir 239 sem um borð voru hafi farist. En hvar það gerðist og hvers vegna er óvíst.

Bandarískt tæknifyrirtæki, Ocean Infinity, telur sig vita hvar flugvélin hrapaði og hefur boðið malasískum yfirvöldum aðstoð sína. Ljóst er að kostnaðurinn við slíkan leiðangur er mikill en fyrirtækið segir að ekki verði rukkað fyrir leitina ef flakið finnst ekki.

Ocean Infinity telur að vélin hafi hrapað í sjóinn í suðurhluta Indlandshafs. Ocean Infinity tók þátt í leit á svipuðum slóðum árið 2018 en þá bar leitin ekki árangur.

Fyrirtækið segist hafa ný gögn um hvarf vélarinnar og munu fulltrúar yfirvalda í Malasíu nú fara yfir þau og meta trúverðugleika þeirra. Ef ástæða er til að hefja leit að nýju verður leitað samþykkis hjá þinginu til að ganga frá samningum við Ocean Infinity.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga