fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Gyðingur sá hakakrossa á mótmælaspjöldum og kvartaði – Trúði vart svörum lögreglunnar

Ritstjórn Pressunnar
Sunnudaginn 31. mars 2024 15:30

Skjáskot: X

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem er Gyðingur varð vitni að því að á mótmælaspjöldum til stuðnings Palestínu í London mátti sjá hakakrossa. Konan sneri sér samstundis til lögreglumanna á svæðinu og krafðist þess að eitthvað yrði gert til að stöðva þessa framsetningu á þessu heimsþekkta haturs- og ofbeldistákni í garð Gyðinga. Hún trúði vart eigin eyrum þegar lögreglumenn tjáðu henni að setja yrði þessa framsetningu í samhengi og að athæfið fæli ekki endilega í sér gyðingahatur eða óspektir á almannafæri.

Daily Mail greinir frá málinu og birtir myndband af samskiptum konunnar við lögreglumennina, sem birt var á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter).

Mótmælin voru eins og áður segir til stuðnings Palestínumönnum og fóru fram í London í gær. Á myndbandinu má sjá konuna rífast við lögreglumennina og var hún bersýnilega afar ósátt við viðbrögð þeirra.

Þegar fólk varð vart við þessi samskipti fór það að hópast að og konan bað nærstadda um að taka samskipti hennar við lögregluna upp á myndband. Sumir viðstaddra mótmæltu þeim orðum eins lögreglumannsins að hakakross þyrfti ekki endilega að fela í sér gyðingahatur.

„Þetta felur í sér gyðingahatur,“ sagði einn viðstaddra.

„Ég sagði ekki að það væri ekki þannig,“ svaraði lögreglumaðurinn.

Allt skoðað í samhengi

Konan varð enn reiðari og spurði lögreglumennina hvort að staðreyndin væri sú að ef einhver væri að veifa hakakrossinum á almannafæri hvort þeir væru virkilega að segja að viðkomandi yrði ekki handtekinn og að koma yrði kvörtun vegna slíks athæfis á á framfæri við lögregluna á internetinu. Sögðu lögreglumennirnir að skoða yrði slíkt athæfi í samhengi.

Samtök Gyðinga hafa tjáð Daily Mail að málið sé ótrúlegt og varpi ekki fallegu ljósi á lögregluna í London.

Fyrir mótmælin sagði lögregluembættið að lögbrot yrðu ekki liðin.

Fyrr í þessum mánuði varaði Robin Simcox sem stýrir viðbrögðum breskra stjórnvalda vegna hættu af hvers kyns öfgamönnum við því að mótmælendur sem styðja málstað Palestínumanna væru óðum að sjá til þess að Gyðingar séu ekki öruggir í London.

Í myndbandinu má sjá einn lögreglumanninn útskýra nánar lög um óspektir á almannafæri í Bretlandi og segir þau ekki síst snúa að athæfi sem sé líklegt til að valda víðtæku uppþoti þess vegna þurfi að skoða allt slíkt í samhengi. Konan biður þá lögreglumanninn að útskýra nánar í hvaða samhengi það feli ekki í sér óspektir á almannafæri að veifa hakakrossum.

Lögreglumaðurinn segist ekki hafa sagt það en að skoða þurfi allt í samhengi.

Konan spyr þá af hverju hakakross þarfnist einhvers samhengis og af hverju hann feli einn og sér ekki í sér gyðingahatur. Málið snúist ekki eingöngu um Ísrael og aðgerðir þess ríkis.

Aðilinn sem tók myndbandið upp segir þá að samhengið sé það að hakakrossinum sé veifað í hatursgöngu.

Missti þolinmæðina

Eftir því sem líður á samtalið má sjá í myndbandinu lögreglumanninn bersýnilega missa þolinmæðina. Hann segist ekki vera sérfróður um tákn. Hann viti þó að þýskir nasistar hafi notað hakakrossinn.

Þegar konan segist ekki trúa því að hún sé að eiga slíkt samtal við lögreglumann spyr hann hvað sé að rugla hana í ríminu og segir hún það vera tal hans um að skoða þurfi notkun hakakrossins í samhengi.

Hún fullyrðir að hún hafi boðist til að fylgja lögreglumanninum að einstaklingunum sem væru að veifa spjöldum með hakakrossinum á. Hann segist þá ekki mega yfirgefa þann stað sem hann var á en að hún geti vísað öðrum lögreglumönnum á viðkomandi.

Samtök gegn gyðingahatri segja samskiptin ótrúleg og það sé illskiljanlegt að breskur lögreglumaður telji að til sé það samhengi þar sem hægt sé að una við að hakakrossinum sé veifað. Mótmælin hafi einkennst af orðræðu og táknum sem feli í sér gyðingahatur. Sökin sé þó mest hjá yfirmönnum lögreglunnar ekki einstökum lögreglumönnum.

Í yfirlýsingu segir Lögreglan í London að myndbandið sé klippt útgáfa af lengra samtali milli konunnar og lögreglumanna. Lögreglumaðurinn sem mest ræddi við hana hafi fundið það út að aðilinn sem veifaði hakakrossinum og konan kvartaði yfir hafi skömmu áður verið handtekinn. Hann hafi boðið konunni að aðrir lögreglumenn myndu fylgja henni til að benda á aðra aðila sem viðhefðu samskonar hegðun en á meðan hann hafi verið að ræða við yfirmann sinn á staðnum hafi konan yfirgefið svæðið.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna er alltaf ryk heima hjá þér

Þess vegna er alltaf ryk heima hjá þér
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til