fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

Var krossfesting Krists einstakt fyrirbæri?

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 29. mars 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag föstudaginn langa minnast kristnir menn krossfestingu Jesú Krists. Þessi tiltekna krossfesting skipar augljóslega sérstakan sess í sögunni en af umfjöllun um hana, í gegnum tíðina, hefur stundum mátt ráða að hún hafi verið í raun einstakur atburður þegar kom að hörku yfirvalda til forna gagnvart þeim sem frömdu glæpi eða voru sakaðir um að hafa framið glæpi. Sú er þó alls ekki raunin. Fræðimenn sem hafa meðal annars rannsakað samtímaheimildir benda á að krossfesting hafi verið útbreidd aftökuaðferð til forna og Rómverjar, sem stóðu fyrir krossfestingu krists, hafi ekki verið einir um að beita henni.

Geir Þórarinsson, aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands, skrifar á Vísindavef Háskóla Íslands að í Rómaveldi hafi krossfestingar tíðkast allt fram á 4. öld þegar kristni varð ríkistrú en þá hafi krossfestingar ekki lengur þótt við hæfi enda hinn krossfesti frelsari tákn kristinna manna.

Geir segir að Rómverskir borgarar hafi oftast ekki sætt dauðarefsingu, heldur einkum sektum og útlegð. Venjulega hafi þrælar, útlendingar og glæpamenn af lægri stéttum einir verið krossfestir. Hafi rómverskir borgarar verið dæmdir til dauða hafi þeim oft verið gefinn kostur á að svipta sjálfa sig lífi. Oftast hafi krossfestingu verið ætlað að fela í sér fælingarmátt og fleiri dæmi hafi verið um það en með krossfestingu Krists að lík hinna krossfestu hafi hangið á krossunum í þó nokkurn tíma eftir að þeir dóu.

Krossfesting til friðar

Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands, skrifar í grein sinni Kúgunartæki eða tákn um von? Um túlkun og hlutverk krossins í kristinni trúarhefð, sem birt var í Ritröð Guðfræðistofnunar árið 2007, að Rómverjar hafi notað krossfestingar til þess að stuðla að ró og friði í ríkinu og koma í veg fyrir uppreisnir. Þess vegna hafi krossfestingar oftast farið fram á fjölförnum stöðum.

Hún segir krossfestingu oft hafa farið fram í kjölfar pyntinga og hýðinga. Krossfesting hafi verið til marks um grimmd stjórnvalda og fullkomna auðmýkingu fórnarlambsins. Meðal Gyðinga hafi að auki verið talin sérstök bölvun fylgja krossfestingu.

Arnfríður skrifar enn fremur í greininni að í þessu trúarlega og sögulega samhengi verði að skoða krossfestingu Jesú Krists. Hann hafi verið talinn af andlegum og veraldlegum leiðtogum ógna friði á páskahátíðinni (páskum Gyðinga, innsk. DV). Leiðtogar Gyðinga hafi sakað hann um guðlast og þess vegna hafi hann verið leiddur fyrir öldungaráðið sem hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann væri dauðasekur. Þar sem Gyðingar hafi ekki haft vald til að taka Jesú af lífi hafi þeir farið með hann til Pontíusar Pílatusar, landstjóra Rómverja, sem hafi á endanum dæmt hann til dauða fyrir landráð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Arnar fær ekki starfið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump
Pressan
Fyrir 3 dögum

Besti golfari heims þurfti að gangast undir aðgerð eftir slys við jólamatseldina

Besti golfari heims þurfti að gangast undir aðgerð eftir slys við jólamatseldina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Múslímskur prédikari í Danmörku hleypir illu blóði í Dani – „Múslimar eiga ekki að taka þátt í hátíðum vantrúaðra eins og jólum“

Múslímskur prédikari í Danmörku hleypir illu blóði í Dani – „Múslimar eiga ekki að taka þátt í hátíðum vantrúaðra eins og jólum“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Pitsusendill stakk viðskiptavin – Var ósátt við að fá aðeins 300 kr í þjórfé

Pitsusendill stakk viðskiptavin – Var ósátt við að fá aðeins 300 kr í þjórfé