fbpx
Sunnudagur 06.október 2024
Pressan

Sefur þú minna í minna en sjö tíma? Þú ættir kannski að forgangsraða svefninum áður en illa fer

Pressan
Miðvikudaginn 27. mars 2024 20:43

Skyldi hún hafa fengið sér mjólkurglas fyrir háttinn?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég sef þegar ég er dauður,“ er setning sem gjarnan má heyra harðjaxla á stóra tjaldi segja. Lífið er stutt, verkefnin mörg og flest værum við til í að samhliða styttingu vinnuvikunnar færu verkalýðsfélögin að beita sér fyrir lengingu sólarhringsins.

En það er víst ekkert grín að láta svefninn mæta afgang. Í raun er það dauðans alvara.

Rannsóknir benda til þess að eftir því sem við sofum minna þá aukist líkur á háþrýsting. Sofir þú minna en 7 tíma eykst áhættan um 7 prósent, en um 11 prósent hjá þeim sem sofa minna en fimm tíma. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðu rannsóknar American College of Cardiology’s Annual Scientific Session.

Aðstoðarprófessor í hjartalækninum við hjartamiðstöðina í Tehran, Kaveh Hosseini, segir að niðurstöðurnar sýni að áhættan sé meiri fyrir konur en karla, eða um 7 prósent hærri.

„Það virðist vera meiri áhætta fólgin í því fyrir konur að sofa of lítið. Munurinn milli kynja er tölfræðilega marktækur, þó enn sé óljóst hvaða þýðingu þetta hefur í lækningum. Það þarf að rannsaka þetta frekar. Það sem við erum þó að sjá er að skortur á góðum svefnvenjum getur aukið hættu á háþrýstingi sem við vitum að undanfari hjartasjúkdóma og heilablóðfalls.“

Rannsóknin byggir á upplýsingum sem rannsakendur tóku saman um rúmlega milljón einstaklinga í sex löndum sem voru ekki með háþrýsting þegar rannsókn hófst.

Rannsakendur segja niðurstöðu sýna að þeir sem eiga erfitt með nætursvefn ættu að leita til læknis. Hosseini segir að fólk eigi að miða við að sofa ekki minna en 7-8 klukkustundir á nóttunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt mál hefur sett smábæ á hliðina – Fógetinn myrti dómarann um hábjartan dag og enginn veit hvers vegna

Dularfullt mál hefur sett smábæ á hliðina – Fógetinn myrti dómarann um hábjartan dag og enginn veit hvers vegna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta þótti lagaprófessor í Harvard mest sláandi við Trump-skjölin – „Bara toppurinn á hrikalega stórum og skuggalegum ísjaka“ 

Þetta þótti lagaprófessor í Harvard mest sláandi við Trump-skjölin – „Bara toppurinn á hrikalega stórum og skuggalegum ísjaka“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Finnar skila pöndum til Kína – Of dýrt að hafa þær

Finnar skila pöndum til Kína – Of dýrt að hafa þær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Boris Johnson segir að COVID hafi átt upptök í kínverskri rannsóknarstofu

Boris Johnson segir að COVID hafi átt upptök í kínverskri rannsóknarstofu