fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Pressan

Fjórmenningarnir pyntaðir í haldi lögreglu – Birta myndband af handtökunni

Pressan
Mánudaginn 25. mars 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband sem sýnir handtöku rússnesku lögreglunnar á einum þeirra sem grunaðir eru um þátttöku í hryðjuverkárásinni í Moskvu á föstudag hefur verið birt á samfélagsmiðlum. Alls létust 137 í árásinni og yfir hundrað særðust.

Það vakti athygli í morgun þegar mennirnir fjórir voru leiddir fyrir dómara, en allir voru þeir bólgnir og bláir í andliti og báru þess merki að hafa sætt barsmíðum. Einn var að auki hálf meðvitundarlítill í hjólastól og gat hann ekki svarað til saka þegar dómari spurði hann.

Einn mannanna var með stærðarinnar umbúðir fyrir öðru eyranu og miðað við myndbandið sem birtist fyrst á Telegram þarf það ekki að koma á óvart. Í umfjöllun Daily Mail kemur fram að á myndbandinu sjáist þegar lögreglumaður, eða fulltrúi FSB, sker af honum hluta af eyranu og treður því upp í hann.

Bólgnir, bláir og einn í hjólastól – Grunaðir hryðjuverkamenn dregnir fyrir dóm

Í umfjöllun Daily Mail kemur fram að ekki sé hægt að birta myndbandið vegna þess hversu grafískt það er.

Talið er að maðurinn í myndbandinu sé Saidakrami Murodalii Rachabalizoda en mennirnir sem um ræðir eru allir liðsmenn ISIS-K og ríkisborgarar Tadsjíkistan. Saidakrami var handtekinn eftir að hafa reynt að flýja undan lögreglu á hlaupum í skóglendi – líklega í nágrenni Moskvu – á laugardag.

Á myndbandinu sést þegar laganna verðir slá til hans og hóta því að láta lögregluhunda ráðast á hann.

Mennirnir virðast hafa sætt svívirðilegu ofbeldi í haldi rússnesku lögreglunnar um helgina. Annað myndband sýndi  ofbeldi sem Shamsuddin Fariddun, einn hinna fjögurra, sætti en á því sést hann liggja froðufellandi á gólfinu með girt niður um sig og víra bundna um nárasvæðið sem eru svo tengdir í rafmagn.

Dmitry Peskov, talsmaður yfirvalda í Kreml, var spurður að því á blaðamannafundi í morgun hvort fjórmenningarnir hefðu sætt pyntingum. „Ég ætla ekki að svara þeirri spurningu,“ var svar Peskovs.

Vart þarf að taka fram að litið er á pyntingar sem brot á mannréttindum og eru þær til dæmis fordæmdar í 5. grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna.

Í umfjöllun Daily Mail er tekið fram að svo virðist sem myndböndunum hafi verið lekið út vísvitandi því þau birtust á Telegram-síðum sem eru hallar undir rússnesku öryggislögregluna.

Það sem við vitum um samtökin alræmdu sem frömdu voðaverkið í Moskvu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því
Pressan
Í gær

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera