fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

Vinsæll dáleiðari reyndist vera stafrænn kynferðisafbrotamaður

Pressan
Laugardaginn 23. mars 2024 13:30

Robert Temple

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Farsæll gríndáleiðari hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að stela persónulegum myndum af konum á netinu og selja þær áfram á netinu.

Hinn breski Robert Temple hefur átt góðu gengi að fagna undanfarið og hefur sýning hans, Red Raw, notið mikilla vinsælda. Heitið er tilvísun í eldrautt hár skemmtikraftsins sem er hans helsta einkenni.

Temple vakti talsverða athygli í Bretlandi þegar hann náði því í gegn að fjörtíu ára gömlu banni um skemmtanir, þar sem dáleiðsla kemur við sögu, var aflétt.

Uppselt var á sýningu sem fara átti fram síðastliðið föstudagskvöld en gestir fengu þá meldingu um að sýningunni hafði verið aflýst af „óviðráðanlegum orsökum.“ Raunveruleg ástæða var hins vegar sú að Temple hafði verið dæmdur til áðurnefndar fangelsisvistar.

Tvær konur höfðu kært skemmtikraftinn fyrir að hafa brotist inn á reikninga þeirra á samfélagsmiðlum og stolið þaðan viðkvæmum myndum sem voru ekki ætlaðar til birtingar. Temple hafi síðan selt myndirnar á netinu fyrir rafmyntir.

Dáleiðarinn þekkti fórnarlömb sín ekki persónulega en átti sameiginlega vini á samfélagsmiðlum. Grunur leikur á að fórnarlömb hans séu mun fleiri samkvæmt umfjöllun breskra miðla.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?