fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Pressan

Neitaði að láta sætið eftir til konu í hjólastól – „Reglan er bara fyrstur kemur, fyrstur fær“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 2. mars 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Færsla 26 ára gamallar konu leiddi til mikillar umræðu meðal netverja eftir að hún sagðist hafa neitað að standa upp og láta sæti sitt til konu sem var í hjólastól. Spurði konan netverja hvort hún væri fáviti að hafa neitað eða hvort hún hefði verið í rétti.

Konan sagðist hafa verið á ferðalagi og hafa mætt snemma á flugvöllinn fyrir flug sitt klukkan sex, og sagðist konan hafa verið komin að brottfararhliðinu klukkan 4.30.

„Þegar ég kom í flugstöðina voru átta mismunandi hlið en aðeins eitt var í notkun svo það voru frekar mörg sæti. Þar sem ég kom snemma settist ég í sæti á endanum við gluggann. Ég var ein að ferðast og finnst gaman að horfa út um gluggann. Ég sat bara og hlustaði á hlaðvarpið mitt.“ 

Um það bil 45 mínútur seinna tók konan eftir mæðgum og var önnur þeirra í hjólastól. Konan segir að hún hafi seinna tekið eftir að konan gat gengið um borð í flugvélinni. Mæðgurnar komu til konunnar og spurðu hvort hún gæti fært sig.

„Það var fullt af lausum sætum. Sennilega yfir hundrað, ég var bara í sæti sem var gott og nálægt hurðinni út í vél. Þegar þær spurðu hvort ég væri til í að færa mig sagði ég nei. Yngri konan kallaði mig dóna og hló að þessu. Bara til að ítreka, það var fullt af lausum sætum, og ég hafði verið þarna í góða stund. Ég hefði staðið upp fyrir þeim ef það hefðu ekki verið laus sæti. 

Þær settust í næstu sætaröð og horfðu á mig allan tímann þar til við fórum um borð, þar sem sá sem sat við hliðina á mér sagði mig fávita fyrir að standa ekki upp fyrir mæðgunum. Hann stóð ekki upp fyrir þeim og enginn annar bauðst heldur til þess.“

Konan tekur fram að hún hafi ekki setið í sæti eða á svæði sem var frátekið fyrir hreyfihamlaða. 

„Auk þess eru sumir með ósýnilega fötlun. Ég var að ferðast ein og ég held að þær hafi spurt mig þess vegna þar sem allir aðrir virtust ferðast með fjölskyldu sinni eða í hópi.“

Flestir sem skrifuðu við færslu konunnar á Reddit sögðu hana ekki vera fávita og hafa verið í fullum rétti að neita að gefa sætið eftir. 

„Reglan er bara fyrstur kemur, fyrstur fær.“

„Að notast við hjólastól veitir viðkomandi ekki rétt til að krefjast hvaða sætis sem hann vill.“

„Miðað við þá staðreynd að það var fullt af öðrum hentugum sætum laus og sætið þitt var ekki sérstaklega merkt fyrir hreyfihamlaða, þá virðist þetta aðeins hafa verið frekja í þeim að vilja að þú færðir þig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn