fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Hættan er meiri en áður var talið – Nýjar leiðbeiningar varðandi eldun hrísgrjóna

Pressan
Laugardaginn 2. mars 2024 15:00

Mundu að láta þau liggja í bleyti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er góð hugmynd að láta hrísgrjón liggja í bleyti í nokkrar klukkustundir áður en þau eru elduð. Þetta er ráðlegging danska matvælaeftirlitsins til almennings en hún byggist á áhættugreiningu frá evrópsku matvælaöryggismálastofnuninni EFSA.

Áhættugreiningin sýnir að það er meiri hætta á að fólk fái krabbamein af neyslu hrísgrjóna en áður var talið. Ástæðan er ólífrænt arsen sem er í þeim.

Ólífrænt Arsen er náttúrulegt efni sem er meðal annars í hrísgrjónum, þangi og drykkjarvatni. Það getur verið krabbameinsvaldandi ef þess er neytt í miklu magni.

Fram að þessu hefur ráðleggingin verið að skola hrísgrjón fyrir eldun til að lágmarka magn ólífræns arsens í þeim. En nú hafa ráðleggingarnar verið uppfærðar og hljóða upp á að best sé að láta þau liggja í bleyti í nokkrar klukkustundir fyrir eldun.

Ólífrænt arsen er meðal annars í jarðvegi og vatni. Það kemst í hrísgrjónaplöntur óháð því hvort um lífræna ræktur er að ræða eða ekki.

Hér eru ráðleggingar danska matvælaeftirlitsins varðandi notkun hrísgrjóna:

Skolaðu grjónin vel til að minnka magn ólífræns arsens í þeim.

Láttu grjónin liggja í bleyti í nokkrar klukkustundir í ísskáp eða helltu sjóðandi vatni yfir þau og láttu þau liggja í því í 15 til 30 mínútur.

Sjóddu grjónin í of miklu vatni, eins og þú gerir þegar þú sýður pasta.

Rétt áður en grjónin eru fullsoðin, skaltu hella vatninu af þeim og láta pottinn standa með lokið á í nokkrar mínútur.

Lífræn hrísgrjón innihalda ekki endilega minna magn af ólífrænu arseni en önnur hrísgrjón.

Brún, rauð og svört hrísgrjón og vörur úr grófum hrísgrjónum innihalda næstum því tvöfalt meira af ólífrænu arseni en hvít hrísgrjón.

Fullorðnir ættu að takmarka neyslu hrísgrjónadrykkja og börn ættu alls ekki að drekka þá.

Hrísgrjónakex inniheldur töluvert af ólífrænu arseni. Bjóddu börnum því frekar annan mat, til dæmis ávexti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?