fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Vissir þú þetta um Mars?

Pressan
Sunnudaginn 17. mars 2024 22:30

Mars. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á undanförnum árum hafa nokkur geimför farið til Mars og eru sum á braut um plánetuna en önnur hafa lent þar. Þangað hafa bílar verið fluttir og sinna þeir rannsóknum á plánetunni. Meðal annars er verið að leita að ummerkjum um líf, það er að segja hvort það er líf á Mars eða hafi verið. Er þá aðallega horft til þess að örverur gætu hafa þrifist þar eða séu jafnvel enn til staðar.

Fyrir áhugasama er því kannski fræðandi að lesa nokkrar staðreyndir um þessa nágranna plánetu okkar sem fær mikla athygli þessi misserin.

Þvermál Mars er 6.791 km. Þetta er næstminnsta plánetan í sólkerfinu, aðeins Merkúr er minni.

Mars er því um helmingi minni en jörðin en þvermál jarðarinnar er 12.756 km.

Mars er fjórða plánetan í sólkerfinu þegar talið er út frá sólinni.

Að meðaltali er Mars 229 milljónir kílómetra frá sólinni en til samanburðar má nefna að jörðin er að meðaltali í 150 milljóna kílómetra fjarlægð frá sólinni.

Eitt ár á Mars svarar til 687 daga hér á jörðinni.

Einn sólarhringur á Mars er 24 klukkustundir og 37 mínútur.

Meðalhitinn, eða kannski meðalkuldinn, á Mars er mínus 63 gráður en hér á jörðinni er hann 13,9 gráður í plús.

Þyngdarafl Mars er um 37,5% af þyngdarafli jarðarinnar.

Mars er með tvö tungl en jörðin okkar með eitt.

Minnsta fjarlægð Mars frá jörðinni er 54,6 milljónir kílómetra en hún er breytileg eftir því hvar pláneturnar eru staddar á braut sinni um sólina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga