fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Pressan

Vissir þú þetta um Mars?

Pressan
Sunnudaginn 17. mars 2024 22:30

Mars. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á undanförnum árum hafa nokkur geimför farið til Mars og eru sum á braut um plánetuna en önnur hafa lent þar. Þangað hafa bílar verið fluttir og sinna þeir rannsóknum á plánetunni. Meðal annars er verið að leita að ummerkjum um líf, það er að segja hvort það er líf á Mars eða hafi verið. Er þá aðallega horft til þess að örverur gætu hafa þrifist þar eða séu jafnvel enn til staðar.

Fyrir áhugasama er því kannski fræðandi að lesa nokkrar staðreyndir um þessa nágranna plánetu okkar sem fær mikla athygli þessi misserin.

Þvermál Mars er 6.791 km. Þetta er næstminnsta plánetan í sólkerfinu, aðeins Merkúr er minni.

Mars er því um helmingi minni en jörðin en þvermál jarðarinnar er 12.756 km.

Mars er fjórða plánetan í sólkerfinu þegar talið er út frá sólinni.

Að meðaltali er Mars 229 milljónir kílómetra frá sólinni en til samanburðar má nefna að jörðin er að meðaltali í 150 milljóna kílómetra fjarlægð frá sólinni.

Eitt ár á Mars svarar til 687 daga hér á jörðinni.

Einn sólarhringur á Mars er 24 klukkustundir og 37 mínútur.

Meðalhitinn, eða kannski meðalkuldinn, á Mars er mínus 63 gráður en hér á jörðinni er hann 13,9 gráður í plús.

Þyngdarafl Mars er um 37,5% af þyngdarafli jarðarinnar.

Mars er með tvö tungl en jörðin okkar með eitt.

Minnsta fjarlægð Mars frá jörðinni er 54,6 milljónir kílómetra en hún er breytileg eftir því hvar pláneturnar eru staddar á braut sinni um sólina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Í gær

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol
Pressan
Fyrir 3 dögum

Könnun Fox-fréttastofunnar sýnir fylgishrun Trump – Bandaríkjamenn hafa það verr og eru ósáttir

Könnun Fox-fréttastofunnar sýnir fylgishrun Trump – Bandaríkjamenn hafa það verr og eru ósáttir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Netverjar snúast gegn Ásu Ellerup eftir umdeilt viðtal – Sakar lögreglu um að hafa sinn fyrrverandi að blóraböggli

Netverjar snúast gegn Ásu Ellerup eftir umdeilt viðtal – Sakar lögreglu um að hafa sinn fyrrverandi að blóraböggli
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjúkdómurinn sem getur gert bros óbærilegt

Sjúkdómurinn sem getur gert bros óbærilegt