Fyrir áhugasama er því kannski fræðandi að lesa nokkrar staðreyndir um þessa nágranna plánetu okkar sem fær mikla athygli þessi misserin.
Þvermál Mars er 6.791 km. Þetta er næstminnsta plánetan í sólkerfinu, aðeins Merkúr er minni.
Mars er því um helmingi minni en jörðin en þvermál jarðarinnar er 12.756 km.
Mars er fjórða plánetan í sólkerfinu þegar talið er út frá sólinni.
Að meðaltali er Mars 229 milljónir kílómetra frá sólinni en til samanburðar má nefna að jörðin er að meðaltali í 150 milljóna kílómetra fjarlægð frá sólinni.
Eitt ár á Mars svarar til 687 daga hér á jörðinni.
Einn sólarhringur á Mars er 24 klukkustundir og 37 mínútur.
Meðalhitinn, eða kannski meðalkuldinn, á Mars er mínus 63 gráður en hér á jörðinni er hann 13,9 gráður í plús.
Þyngdarafl Mars er um 37,5% af þyngdarafli jarðarinnar.
Mars er með tvö tungl en jörðin okkar með eitt.
Minnsta fjarlægð Mars frá jörðinni er 54,6 milljónir kílómetra en hún er breytileg eftir því hvar pláneturnar eru staddar á braut sinni um sólina.