Um klukkan 17 á laugardaginn sendi hópurinn neyðarkall frá sér en ekki var hægt að senda þyrlur eða björgunarfólk til leitar því brjálað veður var á þessu slóðum en fólkið var þá statt í um 3.500 metra hæð yfir sjávarmáli.
Björgunarfólk fann fimm úr hópnum á sunnudaginn og var fólkið látið er að var komið. Það hafði reynt að gera sér snjóhús til að geta verið í skjóli undan veðrinu en það hjálpaði lítt. Talið er að fólkið hafi frosið í hel.
Mirror segir að fimm úr hópnum séu úr sömu svissnesku fjölskyldunni.
Anjan Truffer, sem stýrði leitinni, sagði í samtali við svissneska fjölmiðla að aðkoman hafi verið hræðileg. Fólkið hafi greinilega reynt að búa til snjóhús til að komast í skjól undan vindinum. Fólkið hafi síðan frosið í hel. Líkin hafi verið dreifð um svæðið og bendi það til að fólkið hafi fyllst örvæntingu áður en það missti meðvitund og fraus í hel.