fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Pressan

„Stóra njósnamálið“ féll um sjálft sig – Grunaðri „njósnadúfu“ sleppt eftir 8 mánaða varðhald

Pressan
Þriðjudaginn 6. febrúar 2024 09:30

Dúfa sem tengist þó fréttinni ekki beint. Mynd/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðan í maí á síðasta ára hefur indverska lögreglan rannsakað „Stóra njósnamálið“ sem kom upp eftir að dúfa ein var fönguð. Á annan fót hennar var festur grunsamlegur miði. Þessi „njósnadúfa“ var sett í varðhald hjá lögreglunni en væntanlega hafa yfirheyrslur yfir henni ekki skilað miklum árangri.

The Guardian segir að frá því í maí hafi lögregluna í Mumbai grunað að dúfan væri kínverskur njósnari. Er sá grunur reistur á miðanum sem var á fæti hennar. Skrifað hafði verið á hann með táknum sem líktust kínversku ritmáli. Af þeim sökum var gengið út frá því að dúfan væri njósnari.

Allt frá því að dúfan var „handtekin“ var hún geymd á dýraspítala og það var ekki fyrr en indversku dýraverndunarsamtökin PETA blönduðu sér í málið sem hún fékk að fljúga frjáls ferða sinna.

Nú liggur fyrir að dúfan var alsaklaus af öllum áburði um að hún stundaði njósnir á vegum Kínverja. Þetta er keppnisdúfa frá Taívan sem hafði villst. Hún var þjálfuð til að keppa við aðrar dúfur í flugi.

The Guardian segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Indverjar hafa „handtekið“ dúfu. Það gerðist einni 2020 þegar dúfa, sem tilheyrði pakistönskum sjómanni, gerðist svo ósvífin að fljúga yfir til Indlands. Rannsókn leiddi í ljós að hún var alsaklaus af öllu nema að vera einfaldlega dúfa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því
Pressan
Í gær

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera