fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Pressan

Svikarar halda áfram að herja á ferðalanga í gegnum Booking.com – Fyrirtækið gefur ráð til að forðast svik

Pressan
Sunnudaginn 4. febrúar 2024 21:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svikahrappa má í raun kalla frumkvöðla þar sem þeir finna stöðugt nýjar, frumlegri og meira sannfærandi leiðir til að hafa pening af fólki. Nú hafa áströlsku neytendasamtökin varað við vinsælu bókunarsíðunni Booking.com sem margir Íslendingar þekkja vel, enda síðan gjarnan notuð til að panta gistingu erlendis.

Áströlsku neytendasamtökunum bárust 363 tilkynningar um svik þar sem Booking.com kom við sögu á síðasta ári sem er gífurleg aukning frá árinu á undan.

Kona nokkur, Robyn, deildi því með ABC fréttastofunni að hún hafi verið svikin um á aðra milljón króna eftir að svikahrappar komust yfir kortaupplýsingar hennar.

Svikararnir höfðu samband við hana í gegnum Booking.com þar sem þeir þóttust vera hótel sem hún átti bókaða gistingu hjá. Sögðust þeir þurfa að staðfesta greiðsluupplýsingar og hún, grunlaus um svikin, gaf þeim það sem þeir vildu.

Raunverulega hótelið hafði svo samband í kjölfarið, en þó um seinan. Greindi hótelið frá því að svikararnir hafi yfirtekið kerfi þeirra og sent skilaboð á gesti sem áttu bókað. Hótelið hafi séð svikarana tala við Robyn og gátu ekkert gert til að stoppa það þar sem þau komust ekki inn í umsjónarkefið.

Sem betur fer fékk Robyn peningana endurgreidda í gegnum bankann sinn. Talsmenn Booking.com segast meðvitaðir um að fjöldi hótela og gestgjafa sem eiga viðskipti í gegnum síðuna hafi lent í þessu. Svikarar nái hótelum og gestgjöfum í gegnum svikapóst, taki síðan yfir kerfi þeirra með óværu og herja svo á væntanlega gesti.

„Í sumum tilvikum hefur þetta leitt til þess að þeir fá ólögmætan aðgang að booking.com aðgangi, sem gerir þeim kleift að villa á sér heimildir sem gestgjafinn og eiga samtal við gesti í gegnum skilaboð eða tölvupóst.

Það er mikilvægt að leggja áherslu á að bakefndakerfi Booking.com og innviðir hafa ekki verið tekin yfir af svikurunum og að þeir viðskiptavinir sem hafa lent í þessu eru aðeins brotabrot af heildarviðskiptum okkar.“

Fyrirtækið segist hafa tekið upp nýja öryggisferla og vöktun til að reyna að fyrirbyggja að þessi svik haldi áfram. Ef viðskiptavinir fá skilaboð þar sem þeir eru beðnir um greiðsluupplýsingar þá ættu þeir að kanna fyrst skilmála hjá þeim aðila sem þeir eru að kaupa gistingu af sem og bókunarstaðfestingu til að sjá hvort allt líti eðlilega út.

Allan grun um misferli sé hægt að tilkynna til booking.com í gegnum þjónustuver eða með því að smella á „tilkynna vandamál“ möguleikann á spjallinu. Með hverri bókun á svo að fylgja leiðbeiningar til viðskiptavina um hvernig þeir geti forðast grunsamlegar aðgerðir. Engin lögmæt viðskipti ættu að jafnaði að krefja viðskiptavini um viðkvæmar persónuupplýsingar á borð við kortaupplýsingar í gegnum tölvupóst, skilaboð á spjallrás eða í síma, eða í gegnum símtal.

Berist viðskiptavinum vefslóð eða viðhengi með tölvupóst þar sem viðkomandi er beðinn um að skrá sig inn á vefsvæði, þá sé alltaf gott að staðfesta að hér sé ekkert misjafnt á ferðinni. Alltaf eigi að hafa samband við fyrirtæki í gegnum símanúmer og netföng sem fólk aflar sér sjálft fremur en að notast við þau sem gefin eru upp í pósti eða skilaboðum.

Enginn á vegum Booking.com myndi fara fram á viðkvæmar persónuupplýsingar eða kortanúmer í gegnum símtal.

New York Post greinir frá 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því
Pressan
Í gær

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera