fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Reyna að venja páfagauka af miklum ósið

Pressan
Laugardaginn 3. febrúar 2024 13:30

Afrískir gráir páfagaukar geta lært að herma mjög nákvæmlega eftir mannfólki/Wikimedia Commons/L.Miguel Bugallo Sánchez

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dýragarður í Bretlandi stendur frammi fyrir nokkuð sérstöku vandamáli. Hópur páfagauka í garðinum þykir allt of orðljótur og nú á að grípa til ráða sem ætlað er að venja fuglana af þessum ósið.

Lincolnshire dýragarðurinn í norð-austurhluta Englands komst fyrir nokkrum árum í fréttirnar vegna fimm orðljótra páfagauka sem blótuðu stöðugt. Nú hafa þrír aðrir páfagaukar í dýragarðinum tekið upp á þessum sama ósið og starfsmenn dýragarðisins hafa nú upphugsað áhættusama áætlun um hvernig stemma skuli stigu við þessari hegðun.

Þetta kemur fram í umfjöllun tímarits Smithsonian-stofnunarinnar. Til stendur að setja alla átta bölvandi páfagaukana í sama hóp og 92 páfagaukar sem ekki bölva. Vonast er til að bölvandi páfagaukarnir muni læra góða hegðun af hinum.

Páfagaukarnir sem bölva eru allir afrískir gráir páfagaukar. Þeir fimm sem voru fyrri til þess komu fyrst í garðinn árið 2020. Þeir deildu fyrst um sinn rými í garðinum en byrjuðu fljótlega að bölva og virtust hvetja hver annan við þessa iðju. Starfsmenn dýragarðsins brugðu þá á það ráð að aðskilja þá. Það dugði þó ekki.

Gaukarnir þrír sem hafa fylgt í fótspor hinna fimm í bölvinu komu nýlega í garðinn. Í kjölfarið var ákveðið að setja þá og hina fimm í stærri hóp í stað þess að einangra þá eins og áður.

Starfsmennirnir segja að gagnstætt því sem margir haldi séu páfagaukar almennt ekki mjög háværir þeir tali nokkuð lágt og þeir vonast að með því að setja gaukana bölvandi í stærri hóp muni ekki heyrast eins vel í þeim.

Vekja gleði þrátt fyrir bölvið

Um 30 af páfagaukunum í dýragarðinum tala ekki en gefa frá sér hljóð sem ýmist líkjast vörubílum að bakka eða örbylgjuofnum. Vonast er til að páfagaukarnir bölvandi tileinki sér þessi hljóð í stað formælinganna þegar þeir verða settir í stærri hópinn.

Starfsmenn dýragarðsins eru þó meðvitaðir um að þessi áætlun getur mögulega sprungið í andlitið á þeim og að allir 92 páfagaukarnir, sem átta bölvandi páfagaukarnir verða settir í hóp með, geti endað á því að bölva.

Skilti hafa verið sett upp í dýragarðinum til að vara við bölvandi páfagaukunum. Enginn gest hurefur þó kvartað og þeir munu flestir hafa gaman af uppátækjum páfagaukanna orðljótu.

Bretar eru ekki þekktir fyrir að taka smá bölv nærri sér og því koma viðbrögð gesta dýragarðsins ekki svo mjög á óvart.

Páfagaukarnir lærðu bölvið af manneskjum en algengt er að fólk tali mjög skýrt þegar það er að bölva og því auðvelt fyrir páfagaukana að heyra það og herma eftir því.

Þessi tiltekna tegund sem páfagaukarnir bölvandi tilheyra, afrískir gráir páfagaukar, er sögð afar greind og því er hún vinsælt gæludýr. Samkvæmt rannsóknum ráða páfagaukar af þessari tegund við verkefni sem krefjast hugsunar og fimm ára mennsk börn ráða ekki við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga