fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Yfirbuguðu fjallaljón með reiðhjóli

Pressan
Miðvikudaginn 28. febrúar 2024 06:30

Fjallaljón. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var fimm manna hópur í hjólreiðatúr nærri Fall City í Washingtonríki í Bandaríkjunum. Fjallaljón réðst þá á ein hjólreiðamanninn, sextuga konu. Samferðafólk hennar kom henni þá til aðstoðar og náði að yfirbuga ljónið með reiðhjóli.

Konan meiddist á andliti og hnakka en embættismenn segja að hún hefði meiðst mun meira ef félagar hennar hefðu ekki komið henni til hjálpar.

Carlo Pace, hjá náttúruverndarstofnun ríkisins, sagði að vinirnir hefðu náð að halda ljóninu niðri með fjallahjóli þar til starfsmenn stofnunarinnar komu á vettvang og tókust á við dýrið.

Hann sagði að hópurinn hafi hjólað nærri gili þar sem fjallaljón stunda veiðar. Hafi hjólreiðafólkið verið á „röngum stað, á röngum tíma“.

Konan var lögð inn á sjúkrahús en hún hefur nú verið útskrifuð. Fjallaljónið var drepið af starfsmönnum náttúruverndarstofnunarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?