fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Prestur skotmark mafíunnar

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 27. febrúar 2024 15:33

Frá Calabria héraði. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Wikimedia Commons/Leandro Neumann Ciuffo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalskur prestur er orðinn að skotmarki mafíunnar þar í landi. Síðastliðinn laugardag var hann einu sinni sem oftar að messa og fann þá klórlykt úr kaleik sem hann var í þann mund að fara að drekka úr. Virðist hann því hafa sloppið naumlega undan eitrun. Er mafían sögð hafa prestinn í sigtinu vegna baráttu hans gegn glæpum í sókninni.

Presturinn heitir Felice Palamara og var að messa í kirkju í smábænum Cessaniti í Calabria héraði, sunnarlega á Ítalíu.

Talið er víst að mafían hafi hellt klórnum í kaleikinn að minnsta kosti til að ógna prestinum sem sleit messunni um leið og hann gerði sér grein fyrir hvernig var í pottinn eða réttara sagt kaleikinn búið.

Sky News greinir frá málinu og þar kemur fram að séra Palamara hafi talað opinberlega um mikilvægi þess að stemma stigu við glæpum á svæðinu. Hann segir að hann hafi áður fengið hótanir, meðal annars morðhótanir í pósti, og að unnin hafi verið skemmdarverk á bílnum hans tvisvar.

Kærleikurinn eina hefndin

Að kvöldi laugardagsins skrifaði séra Palamara á samfélagsmiðla að kærleikurinn væri hans eina hefnd. Biskup biskupdæmisins sem söfnuðurinn heyrir undir segir að íbúar biskupdæmisins séu að upplifa þjáningar vegna ógnana sem eigi ekkert skylt við venjulegt kristilegt líf.

Biskupinn, Attilio Nostro, hvatti hið kristna samfélag til að láta ekki hugfallast vegna hótana og ógnana. Hann segir lausnina ekki vera að svara hatri með hatri.

Þegar í stað var tilkynnt um efnið í kaleiknum til lögreglunnar sem rannsakar nú upptökur úr öryggismyndavélum til að reyna að bera kennsl á þá seku.

Efnagreining hefur leitt í ljós að sannarlega hafði klór verið hellt í kaleikinn sem presturinn var næstum búinn að drekka úr.

Séra Calamara segist vera rólegur þrátt fyrir allt. Þótt hann vonist eins og góðum presti sæmir eftir því að fyrirgefning og miskunn muni hafa sitt að segja í málinu vonast hann einnig til þess að réttlætið muni varpa skýrara ljósi á þetta glæpsamlega athæfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin