fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Pressan

Af hverju er svona vond lykt af kúk?

Pressan
Sunnudaginn 25. febrúar 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kúkur, saur, manni eða hvaða nafni sem hægðir úr fólki eru nefndar, þá er ekki hægt að neita því að þetta lyktar nú ekki vel. Það er ekkert óeðlilegt við að kúkur lykti illa en hvað veldur því að hann lyktar illa?

Þessari spurningu var nýlega velt upp á vef Live Science sem hefur eftir Shelby Yaceczko, næringarfræðingi við UCLA Health, að almennt séð lykti kúkur illa vegna þess að hann sé aukaafurð meltingarinnar.

Emma Laing, prófessor og forseti næringarfræðideildar Georgíuháskóla, sagði að eitt efnið í kúk, sem valdi vondri lykt, sé 3-metýlindól. Hún sagði að bakteríur búi þetta efnasamband til þegar þær brjóta niður amínósýruna L-tryptófan í meltingarveginum. Í þessu samhengi kann það því að virðast ansi undarlegt að þetta sama efnasamband, í litlu magni, býr til góða lykt hjá sumum blómategundum.

Í hverju okkar eru rúmlega 10.000 örverutegundir og fjöldi bakteríufruma. Þessar örverur eru nauðsynlegar til að við getum melt fæðu en það er einnig þeirra sök, að stórum hluta, að kúkur lyktar illa. Laing sagði að hinar mismunandi bakteríutegundir losi mismunandi gastegundir, allt eftir því hvaða matartegundir og efni þær eru að brjóta niður. Hún sagði að bakteríur í meltingarveginum og munninum leggi sitt af mörkum í þessu ferli.

Þar sem bakteríurnar brjóta niður það sem við borðum þá geta þættir eins og matarvenjur, áfengisneysla, fæðubótarefni og lyf haft áhrif á hvernig kúkurinn lyktar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því
Pressan
Í gær

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið
Pressan
Í gær

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera